Mun Sjálfstæðisflokkurinn svíkja í ESB málinu ?

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ætlar að skilja Evrópusambandsumsóknina eftir á sama stað og hún var þegar þeir tóku við í ríkisstjórn. Umsóknin var þá stopp og gat ekki haldið áfram nema ríkisstjórnarflokkarnir veittu henni brautargengi.

Það var Alþingi sem samþykkti að sækja um aðild, hversu lögleg sem sú aðgerð var og það var Evrópuþingið sem samþykkti beiðnina. Hjá hvorugum þessum hefur umsóknin verið afturkölluð eða send til baka. Næsta ríkisstjórn getur því óhindrað tekið upp þráðinn á ný og haldið áfram umsóknarferlinu á sínum forsendum. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur öll sem erum andsnúin áformum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Sjálfstæðisflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að afturkalla umsóknina með óyggjandi hætti og byrjaði feril sinn í ríkisstjórn  með það að markmiði að standa við loforð sín samanber meðf. frétt. Formaðurinn kallar eftir trausti. Það fæst aðeins ef menn standa við orð sín.

 
 
 

Um­sókn­in verði dreg­in til baka 

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálftsæðisflokksins. stækka

Val­höll, höfuðstöðvar Sjálftsæðis­flokks­ins. mbl.is/​Rax / Ragn­ar Ax­els­son

ng­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins samþykkti á fundi sín­um í dag að um­sókn­in um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið yrði dreg­in til baka í sam­ræmi við þings­álykt­un­ar­til­lögu sem ut­an­rík­is­ráðherra myndi leggja fram á Alþingi. Þetta staðfest­ir Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

„Niðurstaða þing­flokks­ins er að þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra um að draga aðild­ar­viðræðurn­ar til baka var samþykkt út úr þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir Ragn­heiður. Spurð hvort niðurstaðan hafi verið ein­róma svar­ar hún: „Við erum ekk­ert vön að greina frá því hvernig það er. Hún er bara af­greidd út úr þing­flokkn­um.“

Sama niðurstaða varð á þing­flokks­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fram fór í dag að sama skapi: „Þetta var samþykkt ein­róma út úr þing­flokkn­um,“ seg­ir Sigrún Magnús­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband