Bretland á leið úr ESB

 Bretar gætu verið á leið úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2017.

40% Breta vilja úr ESB og 40% vera þar áfram samkvæmt könnun sem YouGov gerði síðustu vikuna í október : nýrr­ar skoðana­könn­un­ar.

Andstaða íbúa Bretlands við áframhaldandi veru í ESB fer vaxandi enda vandséð hvaða erindi Bretland á þar í spilaborg öxulveldanna sem gæti verið að hruni komin. Aðeins 29% Breta telja að þeir hafi mikil áhrif innan ESB en 39% telja þá áhrifalitla.

Sneypuför Camerons til Íslands

Forsætisráðherra Bretlands David Cameron fór sneypuför til Íslands á dögunum. Hann hæddist að Norðmönnum fyrir að vilja standa utan ESB og átti þar einnig við Íslendinga.

Hann dró þar með athygli að vanda sínum sem forsætisráðherra  og tvöfelldni heima fyrir : (.Norðmenn falla ekki fyrir fagurgala Cameron)

Cameron sýndi Íslendingum þann hroka að biðjast ekki afsökunar á hryðjuverkalögunum illræmdu heldur leit á þau sem sjálfssagðan hlut af þeirra hálfu.

Fégræðgi Breta og Icesave

Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga  haustið 2008 til varnar gráðugum  Bretum. En þeir vildu láta almenning á Íslandi borga fyrir glæpi íslenskra og alþjóðlegra fjárglæframanna sem í skjóli regluverks Evrópusambandsins nýttu sér blinda fégræðgi einfeldninganna í Bretlandi og Hollandi.

ESB umsóknina á að afturkalla refjalaust

Það er hinsvegar dapurt að Íslensk stjórnvöld skulu ekki hafa myndugleik til að afturkalla ESB umsóknina með óyggjandi hætti eins og lofað var.

Eða eins og Tómas Ingi fyrrverrverandi ráðherra og formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins orðaði það: " Lagt hana í dvala niður í skúffu þar sem ESB sinnuð stjórnvöld geta hvenær sem er vakið hana til lífsins á ný og haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist".

Svo virðist sem flestir stjórnmálamenn á þingi bogni í hnjánum gagnvart Evrópusambandinu þegar til alvörunnar kemur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband