Sala Landsbankans fari í þjóðaratkvæðagreiðslu

Framsóknarmenn samþykktu á síðasta landsfundi að Landsbankinn yrði samfélagsbanki að fullu í eigu ríkisins. Almennt var því fagnað á félagsinnaða væng stjórnmálanna. Og Framsókn sló sér upp. "Gerum Landsbankann í eigu ríkisins að bakhjarl sparisjóðanna" sagði forsætisráðherra.

Nú virðast Framsókn  hinsvegar vera að renna á rassinn undan kröfum einkavæðingarsinna.

Er ný græðgisvæðing hafin?

Við munum hvernig einkavæðing gömlu bankanna hófst. Fyrst ætla menn að selja bara lítinn hlut í dreifðri eignaraðild, vitandi að það eru engin lög sem verja slíkt. Síðan kemur sala til "kjölfestufjárfesta" sem eru þá vinir forystumanna ríkisstjórnarinnar. Sporin hræða. Spillingunni, græðginni er sleppt lausri og nokkrum árum seinna fékk almenningur, þjóðin hrun bankakerfisins á bakið.

Áform um sölu Landsbankans kom upp í þeirri ríkisstjórn sem ég sat. Það voru fleiri ráðherrar en ég  í þeirri ríkisstjórn sem lögðust alfarið gegn þeim áformum fjármálaráðherrans að selja Landsbankann. Og þó svo heimildin færi inn í fjárlög á ábyrgð þess ráðherra varð söluheimildin aldrei virk.

Enda var sala á hlutum ríkisins í Landsbankanum algjörlega andstæð  stefnu og flokkssamþykktum Vinstri grænna.

Þá hafa ekki verið gerð skil á milli fjárfestingabanka og viðskiptabanka.

Ætlar Framsókn að svíkja landsfundarsamþykkt sína?

Mér finnst dapurt ef Framsókn íhugar að ganga á bak  einu þessa dýrasta loforði sínu og flokksamþykkt og selja hluti ríkisins í Landsbankanum.

Einkavæðing, sala á hlutum ríkisins í Landsbankanum mun hleypa nýrri græðgisvæðingu á enn meiri ferð. Landsbankinn í eigu ríkisins skilar jú drjúgum arði í ríkssjóð. 

Hvers vegna ætti ríkissjóður að einkavinavæða og selja eina af sínum bestu mjólkurkúm?

Látum fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Landsbankinn er boðinn til sölu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband