Landsbankinn lokar á Vestfjörðum !

Framsóknarmenn ættu að tala minna en gera meira í málefnum Landsbankans.

Nú um helgina lokar bankinn nokkrum útibúum sínum á Vestfjörðum, sker niður þjónustuna  og tugir fólks missa vinnuna sbr. meðf. frétt: "Landsbankinn lokar þremur útibúum á sunnanverðum Vestfjörðum

Póstþjónustan sem áður var vistuð í sumum þessara þjónustustöðva lokar einnig.

Þingmaður Framsóknarflokksins í kjördæminu spyr sig á Eyjunni í dag:" Landsbankinn - Hvert skal stefna?

Loforðin voru skýr - Samfélagsbanki

Orð formanns Framsóknarflokksins, formanns efnahags og viðskiftanefndar og landsfundarsamþykkt flokksins ætti að vera nægur vegvísir til að grípa þegar í stað til aðgerða. Á 33. Flokksþingi Framsóknarflokksins 10.- 12 apríl sl. var ályktað skýrt um Landsbankann:

"Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar með það markmiði að þjóna samfélaginu í stað þess að hámarka hagnað. Til að bregðast við fákeppni á bankamarkaði er nauðsynlegt að Landsbankinn hafi þann tilgang að bjóða góða þjónustu á bestu kjörum til að efla samkeppni í bankaþjónustu á landsvísu. Landsbankinn verði bakhjarl sparisjóðakerfisins".

Þurfa Framsóknarmenn að leita að stefnunni í þessum málum.

Það þarf ekki endilega að feta í ógæfuspor fjármálaráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar sem vildi einkavæða og selja hluti ríkisins í Landsbankanum þvert á stefnu og samþykktir flokks síns. Enda tókst að koma í veg fyrir söluáformin á þeim tíma.

Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar í Færeyjum var að reka bankastjórann og breyta Landsbankanum í samfélagsbanka.

  Þarf að fá lánaðan ráðherra frá nýju stjórninni í Færeyjum til að beita húsbóndavaldinu, reka bankastjórann og setja bankanumm skýra stefnu um samfélagsþjónustu: (Ný landsstjórn í Færeyjum: Landsbanki Færeyja endurvakinn)

Ég tek undir með Vestfirðingum og krefst aðgerða og húsbóndavalds af hálfu ríkisins, eiganda Landsbankans.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband