Árni Páll: ESB- umsóknin í fullu gildi

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er þjóðréttarlega í fullu gildi sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar á fjölmennum fundi Heimssýnar í gær. Hann sagði ríkisstjórnarflokkana hafa lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar á kjörtímabilinu sem enn væri ekki búið að efna.

Og þrátt fyrir bréfaskipti utanríkisráðherra við forystumenn í framkvæmdastjórn ESB hafi umsóknin ekki verið afturkölluð. Umsóknin sé áfram þjóðréttarlega skuldbindandi fyrir báða aðila sem hægt er að taka upp að nýju þegar og ef íslensk stjórnvöld óska þess.

Árni Páll Árnason var skýr og ákveðinn í málflutningi sínum um stefnu Samfylkingarinnar í Evrópusambandsmálum á fundi Heimssýnar.

Umræður voru afar líflegar og gagnlegar, en að sjálfsögðu skiptar skoðanir.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband