Að naga þröskuldana í Brüssel

Það virðist of stórt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að standa við kosningaloforð og landsfundarsamþykkt um afturköllun umsóknarinnar að ESB. Ummæli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins  í Mbl. um að of hratt hafi verið farið í því máli, hljóta að vekja furðu. Bjarni: Evrópumálið of fyrirferðamikið

Flestir bjuggust við að ríkisstjórnarflokkarnir Framsókn og Sjálfstæðisflokkur myndu efna loforð sín og afturkalla umsóknina strax eftir kosningar í fyrra.

Að fara í bakið á utanríkisráðherra  

Þegar svo loksins kom fram ríkisstjórnartillaga utanríkisráðherra í febrúar sl. um að Alþingi samþykkti afturköllunina hafa ýmsir  ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna hlaupið fram á völlinn og reynt að slá fæturna undan ríkisstjórninni í þessu máli. Þessir sömu ráðherrar og sömu þingmenn hlutu kosningu m.a. á grundvelli einarðar stefnu og loforða  þessara flokka í ESB málinu. Umsóknin skyldi afturkölluð þegar í stað.  Nú síðast fer sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins í bakið á utanríkisráðherra, leggst á þröskuldinn og segir: 

  Ég held að það sé öll­um ljóst að það hafi verið farið full­bratt á eft­ir skýrsl­unni fram með til­lög­una“

Og þó formaður Sjálfstæðisflokksins  ljúki vandræðalegu viðtali sínu  með því að segja:

„Hvað sem öllu öðru líður þá er þessi rík­is­stjórn ekki að fara í viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Það er auðvitað aðal­atriði máls­ins“ 

þá virðist hann vera á leiðinni á hnén með Halldóri Halldórssyni oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík sem ætlar að halda áfram „að naga þröskuldana“ í dyragættum Brussel .

 Loforð skulu standa 

Svo lengi sem umsóknin verður ekki afturkölluð og gert hreint borð mun „þröskuldanagið í Brüssel   halda áfram þvert á stefnu og kosningaloforð núverandi ríkisstjórnarflokka.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband