Smábátasjómenn tala skýrt í ESB málum

Sjómenn hafa ekki mörg orð um hlutina en tala skýrt.  Andstaða þeirra við ESB umsóknina er afdráttarlaus enda vita þeir vel hvað er í húfi. Þeir vilja ekki missa landhelgina og stjórnun fiskveiða undir Evrópusambandið og hið miðstýrða apparat í Brüssel. Umsögn Landssambands smábátaeigenda um tillöguna sem nú er til meðferðar á Alþingi um afturköllun umsóknarinnar að ESB er einföld, skýr og skorinorð:

„Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda samþykkir að hafna

alfarið inngöngu Íslands í Evrópusambandið og mótmælir aðildarumsókninni

harðlega".

Útfærsla landhelginnar í 200 mílur var fyrir sjómönnum hluti af sjálfstæðis- og fullveldisbaráttunni en ekki bara hagsmunastríð einstakra stétta og atvinnugreina eins og  ýmsir ESB- sinnar halda nú fram. ESB krefst yfirráða yfir fiskimiðum Íslendinga ef til aðildar kemur.

Á það hefur ekki verið' fallist og þess vegna eru viðræðurnar stopp. Ef halda á áfram viðræðum við ESB um inngöngu þá verður að framselja forræði fiskimiðanna til Brüssel.. Þetta vita íslenskir smábátasjómenn mæta vel  og þurfa ekki mörg orð um afstöðu sína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband