Umboðslaus formaður BHM ?

 

Þótt formaður BHM geti verið persónulega þeirrar skoðunar að ganga eigi í Evrópusambandið er það býsna bíræfið, ef verið er að nota nöfn  25 sjálfstæðra félaga og  tíu þúsund félagsmenn samtakanna til þess að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.  En  í lok umsagnar frá BHM til utanríkismálanefndar sem formaður samtakanna skrifar undir fyrir þeirra hönd segir orðrétt:

 

„BHM leggst því gegn tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn íslands um aðild að Evrópusambandinu“.  umsögn til alþingis

 

BHM er bandalag hagsmunatengdra félaga og/eða stéttarfélaga sem starfa að fag- og vinnumarkaðslegum málefnum félagsmanna sinna. BHM eru því  heildarsamtök  háskólamenntaðs fólks á vinnumarkaði.

Aðildarfélög eru 25 og heildarfélagafjöldi um 10.000.  Á heimasíðu samtakanna segir:

 

„Flest aðildarfélög BHM eru svokölluð fagstéttarfélög þar sem þau eru skipuð einstaklingum einnar fagstéttar. Háskólamenntun félagsmanna liggur til grundvallar störfum þeirra og veitir þeim tiltekin starfsréttindi. Sum félögin eru jafnframt fagfélög og starfa því bæði að hagsmunamálum sem varða kjör og réttindi félagsmanna jafnhliða faglegum málefnum stéttarinnar“.

Um markmið samtaka BHM segir:

„Grundvallarmarkmið bandalagsins er að efla fagstéttarfélög háskólamanna, standa vörð um samningsrétt þeirra og auka veg æðri menntunar á Íslandi.  Starfsemi bandalagsins byggir þannig á tveimur meginþáttum: að menntun háskólamanna sé virt sem forsenda þróunar og framfara í íslensku atvinnulífi og að hún sé metin að verðleikum til launa.“

 

Þegar litið er yfir ályktanir einstakra félaga og stjórnar BHM lúta þær fyrst fremst  að menntun, starfskilyrðum og kjaramálum félagsmanna einstakra fagstéttarfélaga.

Þess vegna kemur verulega á óvart að formaður BHM sendi inn umsögn  í nafni samtakanna um þingsályktunartillöguna um afturköllun umsóknarinnar að ESB sem nú liggur fyrir Alþingi. Ekki síður vekur það furðu að í umsögninni án rökstuðnings er hvatt til áframhaldandi aðlögunarferils að ESB og afturköllun umsóknarinnar mótmælt.  Umsóknin að ESB var komin á endastöð og verður ekki haldið áfram nema að gefnir verði eftir fyrirvarar sem Alþingi setti. Það þýðir í raun ný umsókn um aðild að ESB án skilyrða.

Á heimasíðum BHM eða einstakra aðildarfélaga þess  get ég hvergi séð að  minnst sé  á ályktun eða afstöðu til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Umsögn formanns BHM  í nafni samtakanna til stuðnings ESB umsókninni er því með hreinum ólíkindum.

 

Þótt formaður BHM geti verið persónulega þeirrar skoðunar að ganga eigi í Evrópusambandið er það býsna bíræfið, ef sú er raunin  að nota nöfn  25 sjálfstæðra félaga og  tíu þúsund félagsmanna til þess að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband