Hvað boðar nýárs blessuð sól

Ég óska öllum lesendum bloggsíðu minnar gleðilegs árs og þakka samskiptin á liðnu ári.

Síðasta ár hefur reynst þjóðinni gjöfult til lands og sjávar. Aukning á helstu fiskistofnum í kringum landið, vöruþróun og markaðir hafa skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið. Árgæska var jafnt yfir í landbúnaði og neysla á ínnlendri framleiðslu hefur aukist á öllum sviðum. Ferðaþjónustan er í svo miklum vexti að óvíst er hvort við náum að fylgja nægilega hratt eftir í að treysta innviði og undirstöður greinarinnar og hindra kollsiglingu í einstaka þáttum hennar.

Þessar frumatvinnugreinar hafa í raun  borið uppi aukna velsæld og endurreisn í samfélaginu. En því miður búa ákveðnir samfélagshóparnir áfram við lágar tekjur og kröpp kjör sem brýnt er að leiðrétta.

Þótt forystumenn stjórnmálaflokka hafi reynst býsna glaðbeittir við áramót  er það sjálfstæði þjóðarinnar,  yfirráð yfir verndun og nýtingu náttúruauðindanna til lands og sjávar sem hefur reynst okkur nú sem fyrr heilladrjúgt. Sem betur fer var aðlögunarferlið að ESB stöðvað en umsóknin hefur ekki enn verið afturkölluð. Það olli því vonbrigðum að hvorugur formanna ríkisstjórnarflokkanna minntust á þessa vofu sem enn hangir yfir íslensku samfélagi sem sú umsókn er. Vonandi er þetta ekki tákn um tvístiganda og vandræðagang í þem efnum.

Gengið verður hart eftir loforðum ríkisstjórnarflokkanna um að í kjölfar skýrslu utanríkisráðherra  nú um miðjan janúar um feril umsóknarinnar, verði hún formlega  afturkölluð með þingsályktun frá Alþingi.

Þegar afturköllun umsóknarinnar er komin í höfn getum við svo sannarlega  og ítrekað óskað hvert öðru og þjóðinni allri  gleðilegs árs.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband