"Rio Tinto Alcan" stimplað á líkama barna í Hafnarfirði

  Alþjóðlega álbræðslufyrirtækið Rio Tinto Alcan hefur keypt sig inn á líkama ungmenna í Hafnarfirði með auglýsingum á íþróttaboli þeirra. Þetta kemur fram í meðf. pistli á vef Harðar Svavarssonar Álbræðsla kaupir íþróttastarf ungmenna.
Mér finnst þetta ótrúleg lágkúra og siðlaust gagnvart börnum og ungmennum sem ekki geta varið sig gagnvart slíkum áróðri. Þeim er þarna stillt upp við vegg og hvorki þau né foreldrar þeirra hafa væntanlega neitt um málið að segja.
 
-Og eru það ekki fyrrum félagar mínir í  VG sem mynda meirihluta og eru í forystu Bæjarfélagsins. Þeir sömu og ég hvatti  og börðust gegn  útþenslu álversins, áróðri, mútum og hótunum þess  í aðdraganda atkvæðageiðslunnar um stækkunina á sínum tíma -.
 
Eitt er þó hangi slíkt stuðningsskilti á vegg í almennu keppnishúsi, ekki þó skóla. Mér finnst það þó alls ekki viðeigandi.
En  þessi framganga gagnvart börnunum í Hafnarfirði og sala á líkama þeirra finnst mér hrein óhæfa.  Hvar er nú barnaverndin í verki? Eru engar reglur sem kveða á um að vernda börn og líkama þeirra  við slíkar aðstæður?
 
Pistill Harðar: 

"Gerður hefur verið samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og hinnar umdeildu stóriðju í bæjarjaðrinum.

Samkvæmt samningnum fá íþróttafélög 100 krónur fyrir að setja merki álbræðslunnar á keppnisbúning hvers barns.

Jafnframt skal hvert íþróttafélag birta birta fyrirtækismerki Rio Tinto Alcan á vefsíði sinni og setninguna “Rio Tinto Alcan á Íslandi styður barna- og unglingastarf félagsins”

Á bréfsefni félagsins skal hvert félag birta fyrirtækismerki Rio Tinto Alcan og setninguna “Rio Tinto Alcan á Íslandi styður barna- og unglingastarf félagsins...

Og á öllu kynningarefni sem varðar barna- og unglingastarf félagsins, t.d. bæklingum og auglýsingum,  birta fyrirtækismerki Rio Tinto Alcan og setninguna “Rio Tinto Alcan á Íslandi styður barna- og unglingastarf (nafn félags).

Að auki eru skilgreindar kröfu gagnvart sérhverju félagi um merki álbræðslunnar í húsakynnum og aðal keppnsiaðstöðu, að flaggað sé á mótum barnanna með merki stóriðjunnar, að keppni sé haldin tileinkuð Alcan og svo framvegis.

Fyrir þessa rausnarlegu notkun á barnastarfinu fær hvert íþróttafélag að jafnaði eina milljón króna á ári sem greidd er út í tveimur hlutum.

Einhverra hluta vegna kemur orðið misnotkun upp í hugann. Ég biðst undan því að Hafnarfjarðarbær selji aðgang að barninu mínu með þessum hætti."
 
Ég tek heilshugar undir með Herði og tel þetta vera mjög alvarlegt mál sem hlýtur að verða endurskoðað og afturkallað.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband