Hugsjónir og stefna ekki til sölu

 „Áróður um að Ísland geti gengið í ESB en fengið undanþágur frá grundvallarsáttmálum þess er varasamur. Undanþágur eru jafnan hugsaðar til skamms tíma á meðan aðlögun á sér stað.“

-Segir í stefnuskrá Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, en undir merkjum þessarar stefnu bauð VG fram við síðustu Alþingiskosningar.

Áfram segir í stefnuyfirlýsingu VG:

Samskipti við ESB þróist í tvíhliðasamningum

„Samskipti við Evrópusambandið( ESB) ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of“.

Fullveldi Íslands var úrslitamál hjá VG

Og frambjóðendur VG , sem voru trúir stefnu flokksins  voru ekki í neinum vandræðum með að rökstyðja sitt mál án minnimáttarkenndar á grunvelli stefnuyfirlýsingarinnar:„ Lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi geta sjálf tekið ákvarðanir um lagabreytingar hliðstæðar þeim sem ákveðnar eru innan ESB, ef þau svo kjósa og þá út frá eigin forsendum. Aðild að ESB myndi skerða fullveldi Íslands enn frekar en orðið er með EES-samningnum og tefla í tvísýnu yfirráðum Íslendinga yfir auðlindum sínum.Alþjóðleg viðskipti einkennast í síauknum mæli af því að þar eru þrjú stór markaðssvæði, Evrópusambandið, Ameríka og Suðaustur-Asía. Óráðlegt er fyrir smáríki eins og Ísland sem er bæði mjög háð innflutningi og útflutningi að taka sér stöðu innan tollmúra ESB. Íslendingar verða að geta samið um viðskipti við aðrar þjóðir á eigin forsendum".

Ekkert til sem heitir að „kíkja í pakkann“ í stefnuskrá VG

Hjá VG var öllum það fullljóst frá stofnun hreyfingarinnar, að það var ekkert til sem heitir að „kíkja í pakkan“. Þeir sem síðar eru að halda því fram til heimabrúks, og réttlæta aðgerðir sínar  eru að blekkja sjálfan  sig og aðra.

 Áfram segir í stefnuyfirlýsingu VG:

„Áróður um að Ísland geti gengið í ESB en fengið undanþágur frá grundvallarsáttmálum þess er varasamur. Undanþágur eru jafnan hugsaðar til skamms tíma á meðan aðlögun á sér stað. Íslendingar eiga ekki að sækjast eftir sérsamningum heldur axla sömu ábyrgð og önnur fullvalda ríki á alþjóðavettvangi.“

Umsóknin að ESB, aðildar og aðlögunarferlið allt gengur gegn stefnu VG og  þvert á þau kosningaloforð sem frambjóðendur hans og þingmenn gátu gefið og gáfu samkvæmt þeirri stefnu.  

Afturkalla ber umsóknina og segja "fyrirgefðu"

Sá heimiliskattaþvottur sem nú á sér stað í að "hægja á umsókninni " vegna ótta við umræðuna fyrir kosningar, og  þora ekki með hana inn í þingið, er sömuleiðis ómerkileg blekking, því aðlögunarvinnan er á fullu í ráðuneytum, stofnunum og stjórnsýslu. " Brusselmaskinan" gengur.  Peningarnir, milljarðarnir sem ESB veitir til að koma landinu í Sambandið streyma inn óbreytt. Hverjum verður treystandi fyrir framhaldinu eftir kosningar?

Það ber að afturkalla umsóknina að ESB  og hætta þessum blekkingar og skrípaleik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband