Hamfarirnar á Norður- og Norðausturlandi

Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið á Norður- og Norðausturlandi í óveðrinu sem gekk yfir landið 9- 11 september.

Hugurinn er hjá þeim fjölmörgu einkum bændafólki sem berst nú við að bjarga búpeningi sínum úr snjó dreift á heiðum og inn til dala. Það er afar dapurt að horfa á eftir kindum sínum falla með þessum hætti og afkoma margra bænda og heimila er í mikilli óvissu vegna óveðurstjónsins. Sauðfjárbændur mega ekki við miklum tekjuáföllum.

Um leið og rafmagn fer af, þá fer einnig út stór hluti af viðvörunar-, fjarskipta- og almannakerfi viðkomandi svæða. Tjónið á þessum búnaði, dreifikerfinu er mikið.  Viðgerðamenn leggja hart að sér við erfiðar aðstæður.

 Sannarlega hljóta menn, að fenginni þessari dýrkeyptu reynslu  að velta fyrir sér föstum viðbúnaði, öryggisneti og forgangsröðun í uppbygginu orkudreifikerfis víða á landsbyggðinni.

Ég tel að Alþingi og ríkisstjórn eigi strax að koma að þessum alvarlegu málum með heimamönnum, sveitarstjórnum, samtökum bænda og almannavörnum á þessum svæðum og hef lagt fram beiðni þess efnis á Alþingi:

"Hér með er óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi svo fljótt sem verða má um hinar alvarlegu afleiðingar óveðursins á Norður og Norðausturlandi 10. og 11. september sl.og viðbrögð stjórnvalda gagnvart björgunaraðgerðum, tjónabótum og hvernig megi treysta öryggi, viðbúnað og almannavarnir íbúa og atvinnulífs við náttúruhamfarir sem þessar.

Óskað er eftir að innanríkisráðherra sem ráðherra almannavarna verði til að svara fyrir málið af hálfu ríkisstjórnar".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband