Áhugi landsmanna á ESB minnkar enn

54,4% landsmanna eru andsnúin því að hefja aðildarviðræður við ESB.  Andstaða fólks á landsbyggðinni er enn meiri. Þetta kemur í fram í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birt var sl. laugardag.  

Greinilegt er að áhugi fólks á ESB aðild fer ört dvínandi. 

Liðlega 70% stuðningsfólks VG er andvígt aðildarviðræðum.  Koma þær vísbendingar engum á óvart, en  Vinstri græn hafa tekið skýra afstöðu gegn Evrópusambandsaðild.

Mjög skiptar skoðanir virðast vera innan Framsóknarflokksins  en þó er meirihluti stuðningsmanna flokksins andvígur aðildarviðræðum.

Samfylkingin virðist hinsvegar vera að einangrast í ákafa sínum á ESB aðild en 86,5% stuðningsmanna þess flokks vilja aðildarviðræður.

Er það svo sem í samræmi við þann einfalda  málflutning ýmissa forystumanna Samfylkingarinnar sem ímynda sér að í aðild að ESB felist lausn allra mála,  bæði stórra og smárra.

Það er fagnaðarefni að mikill meirihluti þjóðarinnar virðist klárlega styðja stefnu okkar Vinstri grænna um að Íslandi sé betur borgið sem sjálfstæðu ríki  utan ESB.

Leyfum þjóðinni að ráða ferðinni.

Fækkar heldur sem styðja viðræður Skoðanakönnun Þeim fækkar heldur sem vilja viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins.Skoðanakönnun Þeim fækkar heldur sem vilja viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Nú segjast 45,6 prósent fylgjandi viðræðum, en fyrir tveimur vikum vildu 46,6 prósent viðræðum. Munurinn milli kannana er innan skekkjumarka.Samkvæmt könnuninni eru 54,4 prósent landsmanna andsnúin viðræðum en 45,6 prósent hlynnt þeim. Vikmörkin eru 3,9 prósentustig, og er því marktækur munur á milli þeirra sem eru fylgjandi og þeirra sem eru andsnúnir aðild.Eins og áður er ekki marktækur munur á afstöðu karla og kvenna. Meiri munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Alls vilja 51,8 prósent höfuðborgarbúa aðildarviðræður, en 36,9 prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni.Kjósendur Samfylkingarinnar skera sig úr hvað varðar fylgi við aðildarviðræður og segjast 86,5 prósent hlynnt viðræðum. Næsthæst er hlutfallið hjá þeim sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn væri gengið til kosninga nú. Af þeim sögðust 43,2 prósent hlynnt viðræðum.Alls sögðust 28,7 prósent fylgismanna Vinstri grænna hlynnt aðildarviðræðum. Hlutfallið er enn lægra hjá þeim sem kjósa myndu Sjálfstæðisflokkinn, eða 24,6 prósent.Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 7. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu. 77,5 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.- bj  ( fréttablaðið,11. apríl 2009) 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband