"Sér ekki á svörtu" hjá Sjálfstæðisflokknum

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins beittu málþófi og töfðu störf þingsins í nokkra klukkutíma í gær. Tilefnið var frumvarp sem taka átti á leka og undanskotum í gjaldeyrisskilum til landsins af útflutningi. Óprúttnir útflytjendur höfðu fundið glufu í lögin til að sniðganga gjaldeyrisskilin og skammta sér extra ábata af útflutnings viðskiptunum.

Öllum var ljóst að þetta varð að stöðva og loka þessu gati í lögunum.  Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins  þótti samt ástæða til að verja atferli þessara manna.

Þeir  treystu sér ekki til að styðja  frumvarpið,  sem miðaði að því að  stöðva atferli þeirra sem voru að svíkjast undan því að taka þátt í að skila gjaldeyristekjunum inn í landið og styrkja þar með gjaldeyrisforðann  og stöðu íslensku krónunnar

Eftir bankahrunið í haust var að tillögu ríkisstjórnar í Sjálfstæðisflokksins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  samþykkt  lög  með  víðtækum  höftum  á gjaldeyrisviðskipti og harðar reglur um skil á gjaldeyristekjum  inn í landið af útflutningi. 

Síðustu vikur voru vaxandi brögð að því að ýmsir útflytjendur  sem fundu göt  í lögunum, fénýttu sér það  og skiluðu aðeins hluta af gjaldeyrnum inn í landið. 

Gjaldeyrishöftin voru engum fagnaðefni heldur voru þau neyðarúrræði  vegna efnahagshrunsins og gríðarlegra  erlendra skulda sem féllu á þjóðina.

Þær skuldir  verða aðeins greiddar með auknum útflutningi og sparnaði.  Því skiptir miklu máli að allir taki saman á að greiða þessar skuldir og enginn má  svíkjast undan. 

Það koma hinsvegar á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn sem ber höfuð ábyrgð á efnahagshruninu og því hvernig komið er í þjóðarbúskapnum og á erlendu skuldunum skuli þá þvælast um og beita töfum í máli sem einungis hafði þann afmarkaða  tilgang að stoppa upp í gat á lögum sem þeir sjálfir höfðu forgöngu um að sett voru á síðastliðnu hausti .

Og svo  bitu Sjálfstæðismenn höfuðið af eigin skömm og sátu hjá við afgreiðslu  málsins sem hafði þó þann eina tilgang að stoppa upp í gat á lögum sem þeir höfðu sjálfir sett.

„Sér ekki á svörtu“, sagði nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Bendiktsson þegar hann reyndi að útskýra hringlandahátt þingflokksins. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband