Þjóðin hafnar ESB – 60% andvíg umsókn

 Í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri nú síðustu daga  kemur fram að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.  Í Fréttablaðskönnun 26. jan sl. var 60%  þeirra sem svöruðu andvíg umsókn að ESB . Andstaðan er hörðust á landsbyggðinni þar sem tæp 70% er andvíg umsókn en liðlega 53% á höfuðborgarsvæðinu  skipa sér einnig í þann hóp.  Yfirgnæfandi meirihluti eða liðlega 71% stuðningsfólks Vinstri grænna vill ekki sækja um aðild. Sá eindregni vilji stuðningsfólks VG  er í fullu samræmi við stefnu  hreyfingarinnar í ESB- málum.

Þrátt fyrir mjög harðan opinberan  áróður ESB sinna á undanförnum vikum, stefnubreytingu Framsóknarflokksins sem nú vill aðildarviðræður, sýnir þessi skoðanakönnun að þjóðin telur nú önnur brýnni mál að fást við en ESB- dekur og aðildarumsókn að Evrópusambandinu sem Framsókn og Samfylking hafa sett á oddinn í næstu kosningum. 

Sjálfstæðisflokkurinn logar í innanflokksdeilum vegna stefnuleysis í afstöðunni til aðildar að ESB.  Veit enginn  enn hvaða stefna verður ofan á  þar á þeim bæ. 

VG  hefur hinsvegar afdráttarlausa stefnu gagnvart ESB og er þar  í góðum takti við þjóðina og stuðningsfólk sitt.

 Sjá nánar:

http://secure.fmv.is/MediaMonitoring/_output/attachments/26.01.2009/120716_Fréttablaðið_26-01-2009.pdf

http://secure.fmv.is/MediaMonitoring/_output/attachments/27.01.2009/120857_Fréttablaðið_27-01-2009.pdf

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband