Heilbrigðismálin í forgang!

Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að stöðva einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar og afturkalla þær vanhugsuðu og órökstuddu skipulagsbreytingar á heilbrigðisstofnunum landsmanna  sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ætlaði sér að keyra áfram  án samráðs og gegn vilja heimamanna.

Brýnt er að setja heilbrigðisstofnunum stjórnir með aðild heimamanna og starfsfólk  og tryggja eðlilegt sjálfstæði þeirra.  

Mér verður hugsað til heilbrigðisstofnananna á Sauðárkróki og á Blönduósi sem heilbrigðisráðherra vill svifta sjálfstæði og setja undir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Og hvar er sú kostnaðargreining sem sýnir hagkvæmni þess að leggja niður sjálfstæðar´heilbrigðisstofnanir á Hvammstanga og Hólmavík.

Jafn vanhugsað er að setja heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði undir Sjúkrahúsið á Ísafirði en vegurinn þar á milli er lokaður 8 mánuði á ári.  Lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði  hefur verið mótmælt harðlega af starfsfólki og heimamönnum.

Þannig má áfram rekja áhyggjur heimfólks hringinn í kringum landið af einhliða tilskipunum upp uppstokkun heilbrigðisstofnana í landinu. 

 Vel má vera að í ýmsum tilvikum geta skipulagsbreytingar og sameiningar verið skynsamlegar en þá þurfa þær að vera unnar á réttum forsendum og í nánu fyrirfram samráði við heimamenn og starfsfólk

 Sjálfssagt er að auka samstarf milli stofnana og  leita allra leið til sparnaðar og hagræðingar enda hafa stjórnendur og starfslið heilbrigðisstofnana lýst sig reiðubúna til þess.Heilbrigðisþjónustan er ein af grunnstoðum samfélagsins og öryggi nærþjónustunnar skiptir íbúana  miklu máli.   

 

Ný ríkisstjórn þarf að slá skjaldborg um þessa þjónustu og afnema þau gjöld sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar setti á sjúklinga og sem leita þurfa sjúkrahúsavistar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband