Mánudagur, 19. janúar 2009
Dyrum ESB yrđi lokađ greiddi Ísland ekki Icesave reikningana refjalaust.
Ađild Íslendinga ađ ESB yrđi útilokuđ um ófyrirsjáanlega langan tíma ef ríkisstjórnin neitađi ábyrgđ á Icesave reikningunum, en myndi í stađ ţess höfđa mál fyrir breskum eđa evrópskum dómstólum um lögmćti ţeirra krafna.
Ţetta kom skýrt fram í máli Willems Buiter prófessors í stjórnmálafrćđi viđ London School of Economics á málstofu í Háskóla Íslands í morgunn.
Bretar höfnuđu kröfu um sáttadóm í Icesave málinu eins og kunnugt er og sömuleiđis Evrópusambandiđ sem ţar međ í raun lýsti yfir stuđningu viđ hryđjuverkalög Breta á Íslendinga.
Ţađ voru ESB ríkin sem settu fram ţá kröfu gagnvart Alţjóđagjaldeyrissjóđnum ađ lán til Íslendinga yrđi skilyrt ţví ađ ríkisstjórnin samţykkti refjalaust ábyrgđ á Icesave reikningunum.
Spurt var hvort ţessi framkoma Evrópuríkjanna vćri sanngjörn og réttmćt? - . Hvers vegna máttu Íslendingar ekki leita réttar síns.?.
Svariđ hjá prófessornum var einfalt: valdiđ var allt öđru megin og hér voru ţađ hiđ gamla heimsveldi og nýlenduríki Evrópusambandsins sem sýndu litla Íslandi vald sitt. Viđ Íslendingar áttum val um ađ falla einir á vigvellinum eins litlar hetjur eđa vera áfram međ á leikborđi stórţjóđanna á ţeirra forsendum.
Sjálfsstćđur réttur ţjóđa í alţjóđasamfélaginu eđa hagur og réttur íslensks almenningur virđist ekki skipta neinu máli í ţessu sambandi. - Afl hins sterka rćđur.
Lúđvík Jósepsson og Willem Buiter
Mér var nú hugsađ til baráttu íslensku ţjóđarinnar fyrir útfćrslu landhelginnar, fiskveiđilögsögunnar og ţorskstríđanna viđ Breta á sínum tíma. Lúđvík Jósepsson ţáverandi sjávarútvegssráđherra vissi ađ afliđ fólst í málstađnum og rétt smáţjóđar til ađ verja auđlindir sínar, sjálfstćđi og sćkja rétt sinn á alţjóđavettvangi.
Og fyrir einarđa framgöngu íslensku ţjóđarinnar og forystumanna hennar vannst fullur sigur ţó viđ breska heimsveldiđ vćri viđ ađ eiga.
Ţá var nú öldin önnur. Linkindin gagnvart Nató háđi reyndar sumum íslenskum stjórnmálamönnum ţá eins og nú.
Hitt er alveg deginum ljósara ađ viđ hefđum ekki komist langt međ landhelgismáliđ búandi viđ undirlćgjuhátt ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks. Ţar sem flestu má fórna til ađ móđga ekki Evrópusambandiđ.
Nú er enginn Lúđvík Jósepsson í ríkisstjórn Íslands, ţví miđur
Ţađ veit prófessor Willem Buiter og ađrir samlandar hans í breskri pólitík.
En kosningar eru vonandi ekki langt undan međ nýrri átakaglađri skipshöfn sem ekki mun láta Breta né önnur nýlenduveldi Evrópu kúga íslenska ţjóđ til afarkosta eins og sú ríkisstjórn sem nú situr er ađ gera ţessa dagana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.