Sunnudagur, 28. desember 2008
Hátíð og Gleði í Borgarnesi
Borgnesingar hylltu leikendur, sönghópa og kóra þegar nýr helgileikur var í gær frumfluttur fyrir troðfylltu nýju Menningarhúsi heimamanna. Helgileikurinn hófst í kirkjunni en síðan var gengin blysför fylktu liði í gegnum bæinn að Menntaskólanum með viðkomu í Tónlistaskólanum.
Í Sal Menntskólans var flutt frumsamið leikrit jólasagan allt frá boðun Maríu til þess er fjölskyldan flýr til Egyptalands- í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar og fjölskyldu. Leikritið var skemmtilega staðfært þar sem fréttamiðillinn var Skessuhornið og Vitringarnir fóru heim um Uxahryggi til að sleppa framhjá Heródesi sem vildi fá upplýsingar um hinn nýfædda konung.Þetta framtak Borgfirðinga tókst sérstaklega vel. Yfir allri athöfninni ríkti í senn mikill fögnuður og hátíðleiki. Vel á annað hundrað manns kemur að sýningunni og allt unnið í sjálfboðavinnu. Gleði og samhugur ljómaði á hverju andliti .
Hugmyndin kviknaði þegar áætlanir feðganna Kjartans og Ragnars sonar hans breyttust vegna efnahagsástandsins .
Við fengum þá hugmynd að gaman væri að gera eitthvað ókeypis . Það hefur tekist og nú kemur í ljós hvernig undirbúningur hefur tekist sagði Kjartan í samtali við Skessuhorn .
Þarna er svo sannarlega sleginn góður tónn og til hamingju Borgfirðingar með frábæra stund.
Gleðilegar hátíðir !Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.