Góð heimsókn frá norsku bændasamtökunum

 

Fjölmenni var á fundi Bændasamtakanna á Hótel Sögu í kvöld um viðhorf íslenskra og norskra bænda til Evrópusambandsins. Sérstakur gestur fundarins var Norðmaðurinn Christian Anton Smedshaug , ráðgjafi  hjá norsku bændasamtökunum.  

Smedshaug rakti  baráttuna í Noregi gegn aðild að ESB sem hefði þegar verið felld í tvennum þjóðaratkvæðagreiðslum.  

Lýsti hann rökum norsku bændasamtakanna gegn aðild en þau hafa verið mjög einörð í afstöðu sinni og lagt áherslu á að verja norskan landbúnað, fæðuöryggi þjóðarinnar og dreifða byggði landinu.Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands greindi frá fundarferð  samtakanna um landið  undir kjörorðinu  „ Treystum  á landbúnaðinn“ þar sem um 700 bændur hefðu komið . Var mikill samhugur í bændum um að  sækja fram og verja íslenskan landbúnað,  matvælaiðnað og búsetu í sveitum landsins .

Þeim hagsmunum væri best borgið utan ESB.

Bændasamtökin tóku einnig  einarða afstöðu gegn hinu illræmda matvælafrumvarpi ríkisstjórnarinnar  sem tókst að stöðva á þingi í vor.  En þar átti m.a. að  galopna  fyrir innflutning á hráu  kjöti.  Sömuleiðis leggja Bændasamtökin  áherslu á að Ísland standi hér eftir sem hingað til utan ESB.   

Haraldur  greindi frá því að  fulltrúum fjölmiðla hafði verið boðið að koma fundinn í kvöld  og fylgjast með umræðum .

Þegar það fréttist að norsku bændasamtökin væru andvíg inngöngu  Noregs  í ESB  hafði fréttamaðurinn ekki áhuga á fundinum: 

„ úr því að norski fulltrúinn væri ekki fylgjandi ESB aðild , þá væri hann ekki hlutlaus og því vildi fréttamaðurinn ekki hitta hann“ sagði Haraldur.

 

Gat hann þess að nýlega hefði verið gerð könnun á umfjöllun fjölmiðla um ESB  og hefði þá komið í ljós að um 95% af umfjölluninni hefði verið beinn áróður eða meðvirk já- umfjöllun um inngöngu í  ESB en einungis um 5% þar sem varað væri við aðild eða rök tilgreind gegn aðild Íslands að ESB.   

  Er sú staðreynd áhyggjuefni. 

 Bændasamtökin eiga heiður skilið fyrir góðan fund og að hafa fengið ágætan fulltrúa  frá Noregi til að upplýsa um ESB umræðuna þar.  En samkvæmt skoðanakönnunum hefur áhuginn á aðild að ESB þar í landi ekki verið minni í mörg ár.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband