Íslenskur landbúnaður eða ESB ?

Ef Ísland gengur í ESB verður innflutningur á kjöti og mjólkurafurðum  með öllu óheftur og tollfrjáls. Þetta er hollt að hafa í huga þegar fréttir berast af því að „Stjórnvöld í Írska lýðveldinu hafi innkallað allt svínakjöt; ferskt kjöt, frosið og unnið, eftir að sérfræðingar fundu eiturefni í kjötsýni. Eitrið er PCB, eitt þrávirkra lífefna sem geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og valdið ófrjósemi. Talið er að efnið hafi borist í fóður svínanna“ (ruv. 7.des.)  Eitt helsta baráttumál ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar  er að innleiða matvælalöggjöf  ESB og opna fyrir óheftan innflutning á hráu kjöti.  Þar með yrði heilnæmi  íslenskra landbúnaðarframleiðslu og matvælavinnslu sett í uppnám sem og fæðuöryggi þjóðirannar  skert.Við þingmenn Vg stöndum  með íslenskum  landbúnaði og  neytendum  og verjum hollustu og heilbrigði innlendra landbúnaðarvara og höfnum því frumvarpi ríkisstjórnarinnar um óheftan innflutning á hrákjöti frá ESB

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband