Burt með ráðherrana !

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fer nú með yfirstjórn peningamála og ríkisfjármála í landinu. 

Bæði  forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankstjóri eru  því  í raun óþarfir og mætti spara drjúgan skilding á að leggja störf þeirra niður. 

Fjármálastjórnunin getur ekki versnað frá því sem nú er og traust  þjóðarinnar  til þeirra Geirs H. Haarde og Ingibjargar  Sólrúnar Gísladóttur er gjörsamlega horfið.

Frægur Bandarískur hagfræðingur sagði að við  Íslendingar gætum ekki fengið vanhæfari ríkisstjórn þótt  nöfn ráðherranna væru dregin af handahófi út úr símaskrá. 

Almenningur í landinu  væri trúlega betur settur  með upplýsingar ef  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn  réði sér  upplýsingafulltrúa sem bæri skilaboðin beint til þjóðarinna í stað þess að  skipanir sjóðsins komi  bæði seint og illa í gegnum þá  Geir Haarde og Árna Mathiesen.

Fjárlaganefnd bíður eftir nýrri þjóðhagsáætlun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að geta haldið áfram fjárlagagerð.   

 Aljóðagjaldeyrissjóðurinn ræður vaxtastiginu,  ekki Seðlabankinn. Fjármálaráðherra sendir út bréf að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með skipun um  10% flatan niður skurð  að lágmarki á allar stofnanir og ráðuneyti.

Geir sagði á Alþingi að hvorki hann né Ingibjörg  Sólrún mættu segja af sér nema með leyfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

 Þá hlýtur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn  líka geta  ákveðið að segja þeim  Geir og Sollu upp og láta þau hætta?

 Árni Matt.  gæti fylgt með því hann er gjörsamlega óþarfur.

Ber okkur ekki að horfa til alls sparnaðar og skera niður allan óþarfa?

Spörum allan óþarfa -  segjum ráðherrunum upp!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband