ESB : Tilslakanir í fiskveiðum ólíklegar !

Tilslakanir ESB í sjávarútvegi gagnvart Íslendingum eru ólíklegar segir framkvæmdastjóri stækkunarmála ESB. Draumur þeirra sem vilja með skemmriskírn komast í Evrópusambandið verður æ fjarlægari raunveruleikanum.

Þessi stefna ESB í sjávarútvegsmálum var áréttuð í fréttum útvarps í kvöld:

"Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, býst við að fiskveiðar verði erfiðasta úrlausnaefnið í hugsanlegum aðildarviðræðum við Ísland. Hann segir Íslendinga tæpast geta átt von á verulegum tilslökunum frá sjávarútvegsstefnu sambandsins....". ( ruv. 20.11.2008)

ESB: Tilslakanir í veiði ólíklegar
Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB.

27 ESB ríki hafa sameinast að baki hryðjuverkalögum Breta á Íslendinga og  beita kúgunum til að knýja fram ábyrgð ísl. almennings  á tæplega 700 milljarða  skuldbindingum bankanna  á sk. Icesave reikningum í Evrópu.  Það er mikill miskilningur hjá þeim sem halda að Evrópusambandið sé einhver góðgerðasamtök

 Nú eru margir bankar í löndum Evrópu  í eigu aðila í ríkjum utan ESB.  Einhverjir þeirra banka  geta líka farið í þrot. Munu ESB ríkin beita hlutaðeigandi lönd hryðjuverkalögum og kyrrsetningu eigna ef til slíks kemur?   Eða verður það aðeins gegn smáþjóð eins og Íslandi sem ESB ríkin  treysta sér til að beita slíkum "herlögum"?

Fordæmið með hryðjuverkalögunum getur reynst tvíbeint járn í samskiptum ríkja  og snúist í höndum þeirra sem með fara.  Það hlýtur hver að spyrja sjálfan sig hvort við eigum heima í slíkum félagsskap?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband