Laugardagur, 15. nóvember 2008
Lítill áhugi á ESB í Noregi !

"Stuðningsmönnum þess að Noregur gangi í Evrópusambandið virðist fækka stöðugt. Ný skoðanakönnun um ESB-aðild sýnir að þeir hafa aldrei verið færri en um þessar mundir.
Einungis þriðjungur þeirra, sem spurðir voru, vill að Noregur gangi í Evrópusambandið. Það er fjórum prósentustigum færra en í síðasta mánuði. Eindregnir andstæðingar ESB-aðildar eru 56%. Þrettán mánuði í röð hefur yfir helmingur þjóðarinnar verið á móti því að hún gangi í ESB."
Ruv.15.11. 2008.
Ættum við ekki að heyra rök Norðmanna sem búnir eru að fara í gegnum samninga við ESB og hafna þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vita vel hvað er í boði. Staða okkar er líka sú að við eigum langt í land að uppfylla skilyrði til inntöku í ESB. Við verðum að treysta á okkur sjálf, endurvinna traust og virðingu erlendis og vinna okkur út úr vandanum með reisn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.