" Prinsipp " Samfylkingarinnar !

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skýtur föstum skotum að flokksbróður sínum,  Jóni Sigurðssyni  stjórnarformanni  Fjármálaeftirlitsins og varaformanni bankaráðs Seðlabankans, Davíð Oddssyni Seðlabankastjóra og sjálfri sér í nýjasta  laugardagsblaði Morgunbl.

 

„Við (Samfylkingarfólk ) erum  þeirrar skoðunar að fyrrverandi pólitíkusar eigi ekki að vera í forystu fyrir Seðlabanka. Þetta er prinsipp afstaða hjá okkur og hefur komið fram oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“

 Jón Sigurðsson er fyrrverandi þingmaður og ráðherra  Alþýðuflokksins. Hann  er nú varaformaður bankaráðs Seðlabankans.  Jón Sigurðsson er einnig  formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins,  skipaður af Björgvin G. Sigurðssyni.  Það er einmitt í stjórnunartíð þeirra félaga Björgvins og Jóns Sigurðssonar  sem  yfirsjónir Fjármálaeftirlitsins  m.a.  varðandi Icesave reikninganna  eru taldar hvað alvarlegastar. Jón  Sigurðsson  er  jafnframt nefndur  sem einn aðal efnahagsráðgjafi Samfylkingarinnar. Sá sami Jón Sigurðsson  er nú einn valda mesti maður í fjármálalífi landsins: Honum er falið að stýra hrunadansi  og  ríkisvæðingu bankanna, uppstokkun og endurskipan fjármálakerfis landsmanna.  Er  hann þar á vissan hátt settur yfir eigin verk  og mistök því margir telja einmitt að Seðlabankinn og  Fjármálaeftirlitið undir  stjórnarformennsku Jóns  hafi brugðist skyldum sínum með alvarlegum afleiðingum  fyrir landsmenn.

Ingibjörg Sólrún sjálf tók kosningu í bankaráð Seðlabankans og sat þar  árin 2003- 2005. Trúlega hafa efnahagsmál og peningstjórnun borið á góma á þessum árum .

 Á vefmiðlinum www.andriki.is má lesa  góða hugleiðingu um þessi mál. 

Það er ekki að ástæðulausu að  yfirmaður greiningadeildar Danska Seðlabankans setur í fréttaviðtali á Stöð tvö í kvöld  alvarlega ofan í við íslensk stjórnvöld og biður þau að gæta orða sinna. Auðvitað blöskrar honum eins og allri íslensku þjóðinni tvískinnungur  ráðherra  beggja ríkisstjórnarflokkanna og  forsvarsmanna peningamála, ótrúverðugar  yfirlýsingar þeirra, ábyrgðarleysi og  hnútukast. Það sandkassalið sem nú skipar ríkisstjórn Íslands og yfirstjórn peningamála í landinu er stærsti vandi þjóðarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband