Jón Baldvin leiðir Davíð Oddsson til valda

Viðeyjarstjórnin 1991- 1995. Sjálfstæðisflokkurinn borinn til valda. Jón Baldvin Hannibalsson  svíkur félaga sína í  Framsókn  og Alþýðubandalagi sem gátu myndað meirihlutastjón og gekk í faðm Sjálfstæðisflokksins undir forystu Davíðs Oddssonar.

videy

 

Einkavæðingin hófst.  Kvótakerfið var  fest í sessi og framsal aflaheimilda  leyft. EES-samningurinn staðfestur.

„Eitt meginverkefni ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu verður að lækka ríkisútgjöld, breyta ríkisfyrirtækjum í hlutafélög, hefja sölu þeirra, þar sem samkeppni verður við komið, breyta þjónustustofnunum í sjálfstæðar stofnanir, sem taki í auknum mæli gjöld fyrir veitta þjónustu. Verkefni í ríkisrekstri verði boðin út". (Úr Hvítbók Davíðs og Jóns Baldvins  1991).

 

Var EES-samningurinn ein stór mistök?

EES-samningurinn sem var mjög umdeildur og hafði í för með sér afsal sjálfstæðis á mörgum sviðum  kemur okkur nú í koll. Fjölmargir halda því nú fram að við værum betur sett utan EES en innan og rétt sé að endurmeta stöðu okkar innan þeirra samtaka.

M.a. er fullyrt af núverandi forystumönnum þjóðarinnar sem og fyrrverandi  ráðaherrum í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar að í skjóli EES-samningsins hafi Landsbankinn getað stofnað  Icesafe-innlánsreikningana í Bretlandi og Hollandi og veðsett  íslenskan almenning fyrir skuldbindingum sínum í Evrópu.

Alþýðuflokkurinn undir forystu  Jóns Baldvins  fór  í upplausn, klofnaði  1994, leið endanlega undir lok 1999 og rann  inn í Samfylkinguna.  

Ingibjörg  og  Geir  í maí 2007

Ingibjörg Sólrún  og Samfylkingin hafa nú  tekið sæti Jón Baldvins og Alþýðuflokksins í ríkisstjórn  Sjálfstæðisflokksins. Einkavæðingin og útrás bankanna fór á enn meiri ferð en áður. Ingibjörg Sólrún og  Geir Haarde settust upp í einkaþoturnar og flugu um heiminn til að lofsyngja „íslenska undrið“ sem aldrei myndi enda taka.

 

kossinn

„Við vildum mynda ríkisstjórn þar sem hægt væri að þróa samfélagið áfram og gera víðtækari breytingar í ætt við okkar stefnu en kannski hefði tekist á öllum sviðum í fyrrverandi ríkisstjórn og var líklegt í annars konar samstarfi“ . …

Geir hlakkaði mjög til samstarfsins við Samfylkinguna:

„... Það eru ótrúlega miklir möguleikar framundan sem Samfylkingin er tilbúin til að vera með okkur í en aðrir flokkar voru og hefðu ekki verið.“ (Geir Haarde í Morgunbl. 30. sept. 2007)

 

Hrunadansinn var stiginn. - Hljómsveitin hélt áfram að spila!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband