Hryðjuverkaráðherra Breta!

Ránið á eigum Kaupþingsbanka í Bretlandi á sér engar hliðstæður í samskiptum ríkja. Þessar hatursfullu aðgerðir Browns virðast hafa þann tilgang  að bæta upp dvínandi vinsældir í heimalandinu og í örvæntingu sinni hikar hann ekki við að stefna heiðri eigin lands í hættu. Til þess mátti fórna nágrannaríkinu  litla Íslandi. 

Er enn verið að hefna harma eftir  ósigur Breta í þorskastríðinu við Íslendinga?

árekstur

Hryðjuverk á Íslandsmiðum: Breskt herskip reynir að kafsigla íslenskt varðskip árið 1976

Brown útnefnir Íslendinga hryðjuverkaþjóð

Öllum er fullljóst að íslensk stjórnvöld héldu afar illa á þessu  máli. Viðbrögðin, ógætileg orð og ráðleysi ráðherranna sýna hve vanhæfnir þeir eru til að takast á við þá alvarlegu kreppu sem nú ríkir í landinu.

Brown telur sig vinna frækið hreystiverk fyrir hönd heimsveldisins með því að útnefna 300 þús. vopnlausa Íslendinga sem hryðjuverkamenn.  og í skjóli hryðjuverkalaga ræna íslensk fyrirtæki eigum sínum. Brown mátti vita að með hernaðaraðgerðum sínum var hann að setja íslenskt fjármála- og efnahagslíf í fullkomið uppnám. 

Íslensk stjórnvöld áttu að sjálfsögðu strax að biðja Breta afsökunar á ógætilegu orðalagi sínu og yfirlýsingum. Hinsvegar er lögregluaðgerð Browns gangvart íslenskum fyrirtækjum í Bretlandi óafsakanleg og að mínu viti glæpur sem ekki á sér hliðstæðu í samskiptum þjóða. 

Höfðum mál gegn bresku ríkisstjórninni

Að mínu mati á að kanna nú þegar allar leiðir til að sækja Gordon Brown forsætisráðherra og bresku ríkisstjórnina til saka að alþjóðalögum og heimta bætur. Ekkert hefur komið fram sem sannar það að Kaupþing banki hafi gerst sekur um brot á breskum lögum né heldur að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar þar í landi ef hann fengi að vera í friði. Heldur naut starfsemin einmitt vinsælda og trausts. Kannski er það einmitt sú staðreynd sem fór fyrir brjóstið á breskum stjórnvöldum og fyllti þá öfund. Hjartað í Brown var ekki stærra en svo.

Kæmi upp ágreiningur, átti þá ekki að leysa hann með samningum í stað hryðjuverkalaga? Er það ekki siðaðra manna háttur?

Nú geta engir treyst breskum stjórnvöldum

Allt frá Nýlendutímum hefur Bretland og London verið miðstöð fjármálalífs í heiminum einkum fyrir þjóðir og fjármálastofnanir frá gömlum nýlendum Breta. (Menn geta svo sem velt fyrir sér hvort allt það fé sem safnaðist í bönkum Lundúnaborgar frá þeim tíma hafi verið vel fengið.) 

Aðrar þjóðir, bankar og fyrirtæki sem áður höfðu talið óhætt að geyma fé sitt á breskri grund munu nú alvarlega hugsa stöðu sína. Breska heimsveldinu er greinilega ekki treystandi. Mikill fjöldi fjármálastofnana t.d. frá Asíu er með starfsemi sína í Bretlandi. Ekki þarf mikla hreyfingu frá þessum löndum til þess að þau yfirgefi hryðjuverkaógnina í Bretlandi ..

Það á ekki að sýna Bretum neina pólitíska linkind í þessu máli. Það á að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á yfirgangi þeirra og lögbrotum gangvart Íslendingum . 

Brown hefur fært England, gamla Breska heimsveldið aftur um aldir til hins forna kúgunaranda nýlendutímans.  Ætli breska þjóðin sé jafn stolt af hryðjuverkaráðherranum sínum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband