" Hrátt kjöt" - innlent fæðuöryggi- Ráðherra fastur í fortíðinni !

Meðan  leitað er nú allra leiða til að verja innlenda atvinnuvegi, tryggja atvinnu,  efnahag  og sjálfstæði   þjóðarinnar á sem flestum sviðum er matvælalöggjöf ESB og innflutningur á hrákjöti fyrsta mál landbúnaðarráðherra á Alþingi.  

 Íslenskir bændur standa nú frammi  fyrir miklum erfiðleikum,  skuldum og margföldum rekstrarkostnaði . Aðgerðir til að bregðast við þeirri stöðu verða að hafa forgang.  Nú skiptir miklu máli að standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu, störfin  og þekkinguna .

 Okkur ber skylda til að  tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar. Þar skiptir innlendur landbúnaður miklu máli. Þess vegna kemur það mjög á óvart að hið illræmda matvælafrumvarp ESB,  óheftur innflutningur á hrákjöti sé nú efst á þingmálalista ríkisstjórnarinnar.

Bændasamtökin hafa alfarið lagst gegn  þessu máli, félög bænda og neytenda,  Starfsgreinasambandið, sérfræðingar á sviði dýraheilbrigði  og manneldis  hafa lagst alfarið geng þessu frumvarpi . Þau hafa varað eindregið við þeirri óafturkræfu áhættu sem  væri verið að taka með óheftum innflutningi á hráum kjötvörum þótt einhverjar tímabundnar tæknihindranir verði settar.

Landbúnaðarráðherra sem telur nú brýnasta málið að lögleiða aðild að matvælalöggjöf ESB og heimila  óheftan  innflutning á hráum um kjötvörum  er fastur í fortíðinni og hættulega veruleikafirrtur. 

 Ef heimskreppan nú hefur kennt okkur eitthvað þá hlýtur það að vera það hversu sjálfbærni heillar þjóðar skiptir sköpum fyrir afkomuna. Við verðum að geta reitt okkur á okkur sjálf í matvælaframleiðslu eins langt og nokkur kostur er.  Við megum alls ekki  veikja undirstöður íslensks landbúnaðar enn frekar  og því er hrákjöts- frumvarpið  stórhættulegt.-  Við yrðum í stórauknum mæli háð innflutningi matvara og fæðuöryggi þjóðarinnar ógnað.

Þingmenn VG munu standa með bændum, með fólkinu í vinnslustöðvunum, með neytendum og hagsmunum almennings í landinu til framtíðar. Við munum  standa vörð um innlendan landbúnað, matvælavinnslu og sjálfbærni og  gera allt sem í okkar valdi stendur  til  stöðva þetta frumvarp komi það fram í á nýjan leik þinginu.

 Hrákjöts - frumvarpið   er af sömu rótum runnið og einkavæðing bankanna og græðgisvæðingin  sem blind frjálshyggja undanfarinna ára hefur leitt yfir þjóðina. Það er kominn tími á að segja stopp . Nú ganga þjóðarhagsmunir fyrir .  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband