Miðvikudagur, 1. október 2008
"Hermálastofnun" og Einkavæðing í forgang!
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar boðar óbreytta stefnu fyrri ára í einkavæðingu almannaþjónustunnar.
Gæluverkefni ríkisstjórnarinnar fá að þenjast út þótt almenningur verði að herða ólina. Hin nýja hermálastofnun( Varnarmálstofnun) fær 1.439.400, krónur á fjárlögum en hennar verkefni er m.a. að greiða kostnað vegna heræfinga erlendra herja hér á landi.
Einkavæðing heilbrigðskerfisins og hin nýja innkaupastofnun sjúklinga( Sjúkratryggingastofnun) kostar 790,8 milljónir. Raunhækkun rekstrargjalda er einkum ætluð til að styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu, með því að setja á fót nýja sjúkratryggingastofnun eins og segir í frumvarpinu.
Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins frá 2007 stendur: Því ber að huga að enn frekari einkavæðingu á öðrum sviðum svo sem á sviði heilbrigðis-, mennta- og orkumála.
Og Geir Haarde var lukkulegur með nýjan bólfélaga í ríkisstjórninni í viðtali við Morgunbl. 30. sept. 2007:
Við vildum mynda ríkisstjórn þar sem hægt væri að þróa samfélagið áfram og gera víðtækari breytingar í ætt við okkar stefnu en kannski hefði tekist á öllum sviðum í fyrrverandi ríkisstjórn og var líklegt í annars konar samstarfi . Mikilvægt væri að hafa í huga að núverandi ríkisstjórn ætlaði að taka til hendinni. Hann nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og sagði orðrétt:
Þar eru ótrúlega miklir möguleikar fram undan sem Samfylkingin er tilbúin til að vera með okkur í en aðrir flokkar voru og hefðu ekki verið.
Ég fullyrði að þjóðin hafi fengið sig fullsadda af 17 ára samfelldri einkvæðingar og frjálshyggju stjórn Sjálfstæðisflokksins.
Ný hermálastofnun og einkavæðing heilbrigðiskerfisins er ekki efst á óskalista almennings og bein móðgun um þessar mundir þegar leggja þarf ofurkapp á að verja velfelferðarkerfið og grunn kjör fólks.
Veruleikafirring þessarar ríkisstjórnar er algjör.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.