Gleði í Laufskálarétt

Laufskálarétt  í Hjaltadal er ein allsherjar uppskeru hátíð hestamanna í landinu. Það var blíðskaparveður í Skagafirðinum sl. laugardag.

Hvítir fjallstoppar Tröllaskagans og litadýrð lyng- og kjarri vaxinna hlíðanna, skópu ævintýra umgjörð sem átti vel við gleði stundarinnar. Í bakgrunni  gnæfði Hólabyrðan, drottning fjallgarðsins, hvít niður í hlíðar með helgan Hólastað í forgrunni.

Þótt hrossin sem rekin eru á Kolbeinsdalinn og koma til réttar séu einungis á 7. hundrað er mannfjöldinn sem tekur þátt í herlegheitunum þrefalt fleiri.

 Á föstudagskvöldið var hátíð í reiðhöllinni, Svaðastöðum á Sauðárkróki þar sem héraðsmenn sýndu listir sínar á skagfirskum gæðingum.

Allir voru í hátíðarskapi og hópveislur á mörgum heimilum í  Skagafirðinum  þar sem borð svignuðu undan kjötsúpum, sviðum, hangikjöti og steikum ásamt nýuppteknum kartöflum og dreypt á eðaldrykkjum með.

Það var síður en svo „kreppa“ í sinni Skagfirðinga  né hinna fjölmörgu gesta þeirra sem nutu lífsins beggja vegna Héraðsvatna við söng og jódyn  stóðréttarinnar við Laufskála í Hjaltadal.

Það er svo sannarlega gott að vera í Skagafirði!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband