Hefur ekki enn boðið sjálfum sér forstjórastarf Landsvirkjunar !

Landsvirkjun er 100% í eigu ríkisins og heyrir undir fjármálaráðherrann,  Árna Mathiesen sem skipar stjórn fyritækisins. Hann fer því með yfirstjórn Landsvirkjunar í umboði ríksstjórnarinnar.

 Forstjórastarf Landsvirkjunar hefur nú verið auglýst  og umsóknarfrestur ekki útrunninn.

Það var því af mikilli hógværð og lítillæti þegar  Árni Mathiesen, fjármálaráðherra  og yfirmaður  Landsvirkjunar  sagði í Kastljósi í kvöld  „ að hann  hefði ekki sóst eftir embætti forstjóra Landsvirkjunar og sér hefði ekki verið boðið það starf“  ! 

Fjármálaráðherranum fannst það samt koma til greina að hann byði sér starfið og það áður en umsóknarfrestur var liðinn.  Annars hefði hann ekki þurft að taka þessu fram!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband