Góđur dagur í Skrapatungurétt

Ţađ var líf og fjör í Skrapatungurétt í  dag  í sunnan ţeynum, 14 stiga hita og sólfari. Skrapatungurétt er viđ mynni Laxárdals, miđja vegu milli Blönduóss og Skagastrandar viđ leiđina yfir Ţverárfjall.

Ţađ er alltaf sérstök stemming í réttum og í góđviđrinu gáfu menn sér góđan tíma viđ ađ draga hrossin  í dilka.  Hrossunum hafđi veriđ smalađ og ţau rekin niđur Laxárdalinn í gćr ađ réttinni.

 Laxárdalurinn er mjög fallegur, gróinn grasi og lyngi  milli hlíđa. Eftir dalnum miđjum liđast Laxáin lygn og friđsćl. 

 Í réttarskálanum var framreitt  kakó og kaffi  međ  veisluföngum, heimabakađ bakkelsi, pönnukökur og rjómavöflur ađ ógleymdum skonsum međ heimareyktu hangikjöti, algjört lostćti.

Skrapatungurétt er ekki ađeins vinsćl og sótt af Húnvetningum heldur eru ţar og hópar erlends ferđafólks á vegum húnvetnskra ferđabćnda . Ţessir góđu gestir tóku ţátt í stóđréttarstarfinu  eins og ađrir af lífi og sál og nutu blíđviđrisins.    

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband