Mánudagur, 8. september 2008
Frjálshyggjuliðið á Íslandi hengir hausinn !
Fréttir úr landi hinnar óheftu markaðshyggju um þjóðnýtingu stærstu íbúðalánasjóða landsins vekja mikil viðbrögð. Hlutabréfavísitölur hækkuðu beggja vegin Atlantshafsins í kjölfarið.
Voru það kannski stóru mistökin í upphafi að einkavæða íbúðalánasjóðina í Bandaríkjunum sem ríkið nú yfir tekur?
Menn varpa öndinni léttar!
Fréttamenn íslenskra fjölmiðla eru vandræðalegir og veigra sér við að kalla aðgerðir Bandarískra stjórnvalda sínum réttu nöfnum. Nýfrjálshyggju postularnir í Sjálfstæðisflokknum fara með veggjum og þegja.
Ætli að íslensku bankarnir kæri ríkisvæðingu bandarísku íbúðalánasjóðanna fyrir Evrópusambandsdómstólnum eins og þeir hafa gert gangvart íslenska ríkisvædda Íbúðalánasjóðnum?.
Ætli að Geir Haarde hafa heyrt þessar fréttir að vestan.
Mun Geir Haarde áfram stinga höfðinu í sandinn og krefjast einkavæðingu á Íbúðalánasjóðnum okkar, breyta honum í heildsölubanka og afhenda hann viðskiptabönkunum.
Honum er trúandi til þess.!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.9.2008 kl. 19:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.