Áfram ljósmæður !

 Flokksráðsfundur Vinstri grænna haldinn í Reykholti dagana 29. – 30. ágúst 2008 ítrekar kröfu stjórnar flokksins um að ríkisstjórnin gangi strax til samninga við ljósmæður.

Neyðarástand skapast á fæðingadeildum landsins innan fárra daga þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Það er ótrúlegt að enn þurfa kvennastéttir að beita hörku til að fá störf sín metin til launa.

Orð stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um að jafna kjör kynjanna eru innantóm þegar stétt sem telur einungis konur mætir fálátum viðbrögðum við kröfum um að fá svipuð laun og karlastéttir með sambærilega menntun.

Sú staða sem komin er upp í samningaviðræðum við ljósmæður er ólíðandi, bæði gagnvart ljósmæðrum en ekki síður fæðandi konum sem nú eru í óvissu um hvort þær fái nauðsynlega og sjálfsagða þjónustu í mæðraeftirliti og fæðingu. Ríkisstjórnin vanmetur því ekki eingöngu störf ljósmæðra, heldur eru þarfir kvenna einnig virtar að vettugi.

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs krefst þess að ríkisstjórnin semji nú þegar við ljósmæður og komi í veg fyrir það að flótti verði úr stéttinni. Enn fremur lýsir flokksráðið yfir stuðningi við ljósmæður og baráttuna fyrir jöfnum launum kynjanna.

Sjá fréttir á mbl.is

<object width="640" height="400">
<param name="movie" value="http://mbl.is/player/mblplayer.swf"></param>
<param name="allowFullScreen" value="true"></param>
<param name="flashvars" value="media_id=19661"></param>
<embed src="http://mbl.is/player/mblplayer.swf" width="640" height="400"
  type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true"
  flashvars="media_id=19661" />
</object>


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband