Geir H. Haarde stingur áfram höfðinu í sandinn!

Sú skopsaga gengur á bloggheiminum og manna á meðal að  Geir H.  Haarde forsætisráðherra  leiti að  næsta sandbing að stinga höfðinu í þegar talið berst að efnahagsmálum.  Eitt er víst að Geir hélt uppteknum hætti  á Alþingi í dag og kenndi öllum öðrum um erfiða stöðu efnahagsmála. Staðreyndin er hinsvegar sú að sá vandi er að meginþorra heimatilbúinn.  Forætisráðherra  kallaði almennt launafólk, elli- og örorkulífeyrisþega til að bera kjaraskerðingu sem hann sagði óumflýjanlega og hvatti þá til sparnaðar!

Seðlabankinn varaði ríkisstjórnina  ítrekað við að gríðarlegar stóriðjuframkvæmdir samfara skattalækkunum  einkum á hátekjufólki og einkavæðingu almannafyrirtækja  myndu leiða til gífurlegrar þenslu og  fyrr eða síðar leiða til gengisfalls krónunnar og erfiðleika í öllu efnahagslífi þjóðarinnar.  Sama hafa þingmenn Vinstri grænna gert á undanförnum misserum og bent á aðrar leiðir í efnahags og atvinnumálum

 Ingibjörg  Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar benti réttilega á að hagvöxtur síðustu ára  hér á landi hefði að langmestu leyti verið drifinn áfram með erlendum lántökum, skuldasöfnum heimila, fyritækja og þjóðarbúsins alls.

 Í stað þess að viðurkenna ein stærstu hagstjórnarmistök Íslandssögunnar  og lofa bót og betrun, valdi Geir að kenna öðrum um og kallað eftir samstöðu um óbreytta efnahagsstefnu síðustu ára. En sú stefna hefur leitt til  stærstu misskiptingar og kjaramunar í samfélaginu  sem þjóðin hefur upplifað á lýðveldistímanum.

 Það verður aldrei þjóðarsátt um  óbreytt ástand:  einkavæðingu almannaþjónustu, blinda áltrú með tilheyrandi náttúruspjöllum,  óréttlætið og   græðgina sem fengið hefur að grassera í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband