Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Skáldastund í Dölum !
Í gær, laugardag, var afhjúpaður minnisvarði og söguskilti að Tjarnarlundi í Saurbæ um þrjú höfuðskáld þjóðarinnar: Sturlu Þórðarson(1214-1284), Stefán frá Hvítadal( 1887- 1933) og Stein Steinarr( 1908- 1958).
Athöfnin var einkar hátíðleg þar sem Árni Björnsson þjóðháttafræðingur og Dalamaður flutti hnyttið ágrip af skáldalífi þeirra félaga. Síðan fylgdi söngur og upplestur í vandaðri dagskrá sem lauk með hlöðnu kaffiborði að hætti Dalamanna.
Minnisvarðann hannaði Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða á Ísafirði. Eru það þrír steinstólpar með grænum glerplötum og er hverjum þeim ætlað að lýsa í nokkru inn í hugarheim og lífshlaup skáldanna. Sjón eru sögu ríkari í þeim efnum og hvet ég fólk til að leggja leið sína að Tjarnarlundi að þessu fagra listaverki. Það er Sögufélag Dalamanna sem stendur að verkinu að frumkvæði Sigurðar Þórólfssonar bónda í Innri- Fagradal ásamt fjölskyldu hans.Sturla var fæddur Dalamaður og bjó lengst af á Staðarhóli, en Hvamms- Sturla var afi hans . Steinn ( Aðalsteinn Kristmundsson) var fæddur að Laugalandi við Ísafjarðardjúp en fór á öðru ári með móður sinni suður í Saurbæ og ólst þar upp. Stefán Sigurðsson frá Hvítadal var fæddur á Hólmavík en fór 14 ára gamall með fósturforeldrum sínum að Hvítadal og kenndi sig síðan við þann bæ.
Skrif og skáldskapur þessara snillinga eru ein af höfuðdjásnum þjóðarinnar á sviði bókmennta, lista og sagnaritunar.
Sem dæmi um áhrifamátt skáldsins má nefna að nokkru áður en Stefán gaf út ljóðabók sína Söngva förumannsins með ljóðinu ástsæla Erla góða Erla bar engin kona það nafn í þjóðskrá Íslendinga. Örfáum árum seinna skiptu Erlurnar hundruðum og voru flestar um tvöþúsund.
Fer vel á að eiginkona Sigurðar í Fagradal, sem ásamt honum hvatti til þessa minnisvarða ber nafnið Erla.
Þökk Dalamenn fyrir hugljúfa, fallega og í senn virðulega stund og lofsvert framtak.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Facebook

ernabjarnad
andreaolafs
ingibjorgelsa
valgeirb
hlynurh
saemi7
saedis
birgitta
baldis
polli
bjarkey
bjarnihardar
ellikonn
erlan
esbogalmannahagur
gutti
mosi
alit
gullilitli
gullvagninn
gustafskulason
heidistrand
hildurhelgas
hilmardui
drengur
hreinsamviska
ingolfurasgeirjohannesson
bestiheimi
svartur
joiragnars
jonvalurjensson
juliusvalsson
kristinm
fullveldi
brv
vefritid
vest1
hallormur
steinibriem
toti1940
torduringi
iceberg
thuridurbjorg






Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.