Mánudagur, 18. ágúst 2008
„Heim ađ Hólum“ - Hólahátíđ
Hin árlega Hólahátíđ fór fram um síđustu helgi viđ mikinn hátíđleik ađ viđstöddu fjölmenni í blíđskaparveđri.
Hápunktur hátíđarinnar var vígsla á nýrri, forkunnarfagri kantarakápu sem er nákvćm eftirgerđ af einni kápu Jóns Arasonar biskups.
Kápan er gjöf vígslubiskupshjónanna, herra Jóns Ađalsteins Baldvinssonar og Margrétar Sigtryggsdóttur til Hóladómkirkju.Vel fer á ađ ţessi höfđinglega gjöf er til minningar um hugljúfa dóttur ţeirra biskupshjóna, Sigrúnu, skólastjóra Tónlistaskólans í Stykkishólmi. Fráfall Sigrúnar var ţeim sem ţekktu til mannkosta hennar mikil harmafregn. Hún lést 5.sept. 2004 úr krabbameini ađeins 36 ára gömul.
Međ ţessari fögru kórkápu bćtist Dómkirkjunni á Hólum enn einn dýrgripur sem mun fylgja henni og prýđa um aldir.
Í ađdraganda 400 ára dánardags Jóns biskups Arasonar og sona hans 1950 efndu Norđlendingar til kirkjuhátíđar á Hólum. Baráttumálin voru ađ reisa Jóni Arasyni og sonum hans minnismerki á Hólum af ţví tilefni. Í einstćđu níđingsverki Íslandssögunnar voru ţeir feđgar hálshöggnir í Skálholti 7. nóv. 1550 eins og alţjóđ veit.
Klukkuturninn viđ Hóladómkirkju, minnismerki ţeirra feđga, er nú sterkt einkennistákn Hólastađar. Fer vel á ađ Hólastađur sé ţannig helgađur sjálfstćđishetjunni, trúmanninum og skáldinu Jóni Arasyni Hólabiskupi.
Síđan ţá hefur Hólahátiđ veriđ árlegur viđburđur í kirkju- og öđru menningarlífi Norđlendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.