"Dagur er risinn"- stöðvum álæðið!

Eigendur Alcoa hafa nú kastað grímunni og krefjast nýrrar  „ Kárahnjúkavirkjunar“ og um 350 þús. tonna  álbræðslu á Bakka við Húsavík, eða af svipaðri stærð og álbræðslan á Reyðarfirði.  Þar með er orkan úr Skjálfandafljóti með Goðafossi og Jökulsánum  í Skagafirði sett að veði fyrir væntanlega álbræðslu á Bakka. 

 Á dögunum upplýstist að Landsvirkjun er einnig að kanna möguleika á  virkjun í sjálfri Jöklusá á Fjöllum með Dettifossi.

Landsmenn hafa nú þegar varið um 80% af raforku sinni til erlendra álbræðsla. Verðið á raforkunni til álbræðsla fæst ekki gefið upp. Hins vegar fann Landsvirkjun sig knúða til að hækka verð á orku til almennra notenda nýverið!   En einungis um 30% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar fer til almennra notenda.

Blekkingar á blekkingar ofan

Talsmenn Alcoa eru  glámskyggnir ef þeir telja að hægt sé strax að leiða þjóðina inn í  endurtekið „Kárahnjúka“-dæmi - að þjóðin fórni Skjálfandafljóti,  Goðafossi  og Jökulsánum í Skagafirði fyrir enn eina álbræðsluna. Nú er nóg komið. Nú verður að segja stopp.

Nú þarf að skera upp  herör öflugri enn nokkru sinni og kalla til samstarfs alla þá sem hafa nú fengið nóg og vilja stöðva stóriðjuæðið, sem sett hefur efnahagslíf þjóðarinnar á slig  og fórnir á dýrustu náttúruperlum þjóðarinnar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband