Föstudagur, 11. júlí 2008
„Sjálfstæðið er sívirk auðlind“
Margur spyr sig nú hverra erinda "ESB-trúboðarnir" ganga hér á landi ef ekki má ræða kosti og galla þeirra samninga sem við höfum gert við Evrópusambandið á undanförnum árum og endurmeta stöðu þeirra ef þörf er á.
Jafnframt verði opinskátt og fordómalaust metnir möguleikar á auknu samstarfi við ESB , sem og önnur ríki, út frá reynslunni, sjálfstæði þjóðarinnar og hagsmunum íslensks almennings bæði til skemmri og lengri tíma.Í nýlegri skoðanakönnun Gallup kom fram að um 90% þjóðarinnar vill óbreyttan Íbúðalánasjóð sem þjóni öllum íbúum landsins jafnt.
"ESB- trúboðarnir" vilja hins vegar Íbúðalánasjóð feigan.
Kratarnir í ríkisstjórnarflokkunum vilja opna fyrir óheftan innflutning á hráu kjöti og fórna þar með fjölþættum hagsmunum neytenda, íslensks landbúnaðar, þúsundum starfa í innlendri matvælavinnslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Þeir fullyrða að Evrópusambandið krefjist þess.
Skoðanakönnun á vegum Gallup sýnir hinsvegar að fólkið í landinu er allt annarrar skoðunar: - um 95% þjóðarinnar vill öflugan íslenskan landbúnað og innlenda matvælavinnslu.
Svo sjálfsagt sem það er að gera gagnkvæma viðskiptasamninga við önnur ríki og ríkjasambönd er mikilvægt að hafa ávallt í huga heiti ágætrar bókar Ragnars Arnalds, Sjálfstæðið er sívirk auðlind. Það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur í þeim efnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.