Ríkisútvarpið skorið- nú með Samfylkingunni

Eftir að þjónustusamningur menntamálaráðherra og Ríkisútvarpsins  hefur verið brotinn og fjárframlög til útvarpsins svikin er opnað fyrir beinan niðurskurð á starfseminni. Einkavæðingin ríkisútvarpsins heldur áfram á fullri ferð.

Þessu hefur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins stýrt, fyrst í samvinnu við Framsókn og nú með ráðherraliði Samfylkingarinnar.Og hvar er borið fyrst  niður? Jú auðvitað á starfsemi og þjónustu Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni.Nákvæmlega það sama  gerðist við einkavæðingu og sölu Símans:  Starfsstöðvum  á landsbyggðinni  var fyrst lokað og þjónustan skorin niður. Svo virðist sem verið sé að keyra Ríkisútvarpið inn í nákvæmlega sama feril og Landssímann.

 

Það var á sínum tíma metnaðarmál að byggja upp og styrkja starfssemi  ríkisútvarpsins á landsbyggðinni.  Gott ef það var ekki einmitt Alþingi sem tók ákvörðun  eða  a.m.k hvatti til stofnunar svæðisútvarps og eflingu starfstöðva  út um land.Nú boða stjórnendur ríkiútvarpsins niðurskurð í rekstri og  fækkun starfsmanna á svæðisstöðvunum á  Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum.

 Stjórn Ríkisútvarpsins, skipuð að meirihluta fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hefur samþykkt þennan niðurskurð fyrir sitt leyti.

 Einungis fulltrúi  Vinstri grænna í stjórn Útvarpsins, Svanhildur Kaaber, mótmælti þessum niðurskurði harðlega .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband