Miðvikudagur, 2. júlí 2008
"Virkjun, álver og hvað svo"? Góð grein Hildar Evlalíu Unnarsdóttur
Eftir að framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun er lokið og álverið á Reyðarfirði hefur verið gangsett, hefur sjálfstæð atvinnusköpun og fjölgun í byggðarlaginu minnkað til muna. Ef þú vilt ekki vinna í álveri þá er litla aðra vinnu að fá.
Þannig kemst Hildur Evlalía Unnarsdóttir, ungur háskólanemi að orði í ágætri grein í Morgunblaðinu í dag.
Greinin ber yfirskriftina: Virkjun, álver og hvað svo?
Greinin birtist einnig í Glugganum sem fer inn á vel flest heimili á Suðurlandi.Og Hildur sendi íbúum Suðurlands hvatningu:Því segi ég við ykkur, kæru Sunnlendingar, ígrundið vel orsakir og afleiðingar stóriðju á svæðinu. Til eru fleiri atvinnuskapandi möguleikar. Gott dæmi er uppvöxtur menningar og háskólamála á Akureyri. Mín skoðun er sú að fleiri byggðarkjarnar ættu að taka þá uppbyggingu til fyrirmyndar og taka mið af henni í stað þess að einblína alltaf á sömu hugmyndina, að virkja og byggja álver.
Um sjálfa sig segir Hildur Evlalía: Greinarhöfundur er ein af mörgum ungmennum sem hafa flutt búferlum af Austurlandinu góða beint á Suðvesturhornið til að halda áfram námi eftir framhaldsskóla og er nú búsett á Stokkseyri.
Ég hvet til þess að sem flest lesi þessa ágætu grein Hildar Evlalíu: http://www.sudurglugginn.is/Efni.asp?Skoda=Article&ID=3480
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.