Föstudagur, 27. júní 2008
Hvar er Sól í Straumi?
Í ţeim hörđu átökum sem fóru fram um álveriđ, lá ljóst fyrir ađ virkja ţurfti enn frekar í Ţjórsá til ađ sjá aukinni álframleiđslu í Straumsvík fyrir raforku.
Slagurinn gegn stćkkun álversins í Straumsvík var ţví nátengdur baráttunni fyrir verndun Ţjórsár.
Samtökin Sól á Suđurlandi studdu dyggilega baráttu félaga sinna í Hafnarfirđi og jafnvel er fullyrt ađ framlag ţeirra á lokametrum átakanna hafi ráđiđ úrslitum um ađ stćkkun álversins var felld.En áfram sćkja álrisarnir og Landsvirkjun ađ náttúruperlum Ţjósár.Í fréttum nýveriđ fagnađi forstjóri Landsvirkjunar áfanga sigri í herförinni ađ Ţjórsá og lýsti ţví yfir ađ raforka úr nćstu virkjunum í ánni ćtti m.a. ađ fara til aukningar á framleiđslu álversins í Straumsvík.
Íbúar viđ Ţjórsá, Sól á Suđurlandi og náttúruverndarsinnar um allt land munu áfram verja perlur Ţjórsár, standa gegn virkjunaráformunum og berjast til sigurs ţótt ţađ kosti blóđ svita og tár.Nú ţegar stjórnvöld sćkja enn á ný og af auknum ţunga í orku frá náttúruperlum Ţjórsár til álframleiđslu í Hafnarfirđi er eđlilegt ađ spurt sé : hvar er Sól í Straumi og stuđningur annarra ţeirra Hafnfirđinga sem börđust svo hetjulega gegn stćkkun álversins í Straumsvík fyrir ađeins nokkrum misserum.
Ţess er fastlega vćnst ađ félagar Sólar í Straumi láti til sín taka í baráttunni fyrir verndun Ţjórsár og geti svo fariđ á tónleika Bjarkar og Sigurrósar á morgun, laugardag og eflt enn frekar baráttuandann međ öđru sönnu náttúruverndarfólki.
Ţađ er vont ađ ganga stöđugt međ hnút í maganum eins og sumir ţykjast gera, sem svíkja nú dýrustu kosningaloforđ sín og náttúruperlur Ţjórsár til ađ geta vermt ráđherrastólana međ Sjálfstćđisflokknum.
Ţess vegna er enn brýnna en fyrr ađ náttúruverndarsinnar og ađrir ţeir sem telja nóg komiđ af álverum og mengandi stóriđju ţétti rađir sínar.
Gleđilega baráttu hátíđ međ Björk og Sigurrós!Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.