Losum bankana við íbúðalánin!

 Fagna ber hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs í 20 milljónir, en sú hækkun hefði átt að koma miklu fyrr og vera hærri. Enn fremur hefði átt að hækka lánshlutfall upp í 90% a.m.k. fyrir þá sem eru að kaup sína fyrstu íbúð.

Brýnt er að koma þeim fjölskyldum  til aðstoðar sem eru fastar í greip einkavæddra lánastofnana með íbúðalán sín.

Nú hefur Íbúðalánsjóður lækkað vexti enn frekar, sem sýnir hvers virði hann er fyrir almenning í landinu.

Velta má fyrir sér hvort ekki væri hreinlegra og farsælla að Íbúðalánasjóður hefði verið efldur og honum falið að yfirtaka íbúðalán einstaklinga og félagslegra íbúða milliliðalaust og bankarnir færu út af þeim markaði.

Aðkoma þeirra að íbúðalánum hefur hvort eð er hleypt þessum málaflokki í uppnám og sett í gang offjárfestingu og þenslu sem þjóðin öll sýpur nú seyðið af.  Bankar og stóru sparisjóðirnir hafa kórónað ótrúverðugleika sinn með því að hlaupa inn og út af markaðnum þegar þeim sjálfum sýnist.

Nú virðist eiga að nota Íbúðalánasjóð til að skera banka, sparisjóði og fjárfestingafyrirtæki úr snöru offjárfestinga undanfarinna ára á Suðvesturhorninu og verðlauna óráðssíuna og ofþensluna.

 Tugmilljarða byggðastyrkur  til  höfuðborgarsvæðisins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband