Sunnudagur, 15. júní 2008
„ Hvert fóru peningarnir“, Geir ??
Ekki fóru þeir til gamla fólksins eða öryrkjanna , ekki fóru þeir til starfsfólksins á elliheimilinum, til hjúkrunarfólksins, kennaranna og starfsfólks leikskólanna. Ekki mátti hækka launin við það fólk í góðærinu vegna þensluáhrifa og þegar kreppir að er ekki heldur hægt að hækka laun ummönnunarstéttanna !!!!
Voru það þó stærstu loforð ríkistjórnarflokkanna fyrir kosningar, ekki síst Samfylkingarinnar.
Hinsvegar er hægt að setja einkvæðingu heilbrigðiskerfisins á fullt og halda uppboð á störfum hjúkrunarfólks.
Hvað með þá sem löbbuðu út með milljarða starfsloka samningana eða skömmtuðu sér "ofurlaun" á undanförnum árum meðan ekki var hægt að hækka kaup hjúkrunarfólks?.
Rán um hábjartan dag. Það er jú þjóðin sem borgar þegar upp er staðið.
Hvernig væri að skikka þá sem ruddu græðginni braut til að skila þjóðinni þeim peningum aftur?
Seljið þið fyrirtækin ykkar í útlöndum og komið með peningana aftur inn í landið segir varaformaður Samfylkingarinnar. Frumleg viðleitni það.
Hvar eru peningarnir sem hafa verið teknir út úr íslensku samfélagi á undaförnum árum og gert Ísland að einu skuldugasta ríki heims í stærstu hagstjórnarmistökum Íslandssögunnar?
Það er dónaskapur að spyrja svona spurninga. Almenningur á bara að þegja, sýna biðlund og herða sultarólina meðan verið er að bjarga burðarásunum, einkavinunum sem eiga nú svo bágt!.
Ríkistjórnin býðst til að veðsetja áfram eigur þjóðarinnar, slá lán fyrir einkavinina og gefa svo efnahagslífinu morfínssprautu með einu stykki álveri. Vað það ekki það sem bankastjóri Landsbankans og Eimskipa var að biðja um í hádegisfréttum í dag?
"Er ekki komið nóg af álverum" sagði Björk. Ég tek undir með henni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.