Til hamingju Írland !

Írska þjóðin felldi í þjóðaratkvæðagreiðslu nýja stjórnarskrá ESB, en hún fól í sér stóraukna miðstýringu og framsal á sjálfstæði til skrifræðisins í Brussel.Það gerðist þótt  forysta stærstu stjórnmálaflokkanna  á Írlandi berðust hart fyrir því, að þjóðin samþykkti framsalið á sjálfsákvörðunarrétti hennar til Brussel.  Aðrar þjóðir í ESB hafa ekki þorað að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána. 

Þessi farsæla niðurstaða á Írlandi ættu að vera þeim sem hæst tala fyrir aðild Íslands að ESB holl ráðning og áminning.  

Mér kæmi ekki á óvart þótt forysta Samfylkingarinnar og “krata- armur” Sjálfstæðisflokksins hafi aðeins hægar um sig á ESB torginu næstu daga. 

Jafnvel gæti niðurstaðan á  Írlandi leitt til þess að Framsókn, sem hafði misst fótanna á glerhálu ESB- svellinu geti sporað sig út úr ógöngunum á ný. 

 Til hamingju Írland.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband