„Óskabarnið“ í frjálsu falli !

Hlutabréf Eimskipafélagsins áður „óskabarns þjóðarinnar“ eru í „frjálsu falli“.  Afskrifa hefur orðið 8,8 milljarða í bresku fyrirtæki sem keypt var fyrir rúmu ári síðan. Fyrirtækið Innovate Holding  sem  Eimskip keypti í Englandi reyndist ekki vera kaupanna virði.  

Margur spyr sig nú hvar eigendur Eimskips fengu þessa milljarða sem þeir eru nú að tapa. „Óskabarninu“ var breytt úr flutningafyrirtæki í  almennt fjárfestingafyrirtæki að mestu í eigu Landsbankans og áhangenda hans árið 2003. Var það ekki þá sem Eimskip komst yfir allmörg bestu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, skuldsetti þau, hirti innan úr þeim fé, veðsetti fiskiauðlindina í sjónum og fóru með peningana í svokallaða útrás?  

 „Óskabarnið“ hafði orðið græðgisfíkninni að bráð !

Það þykir glæpur að stela kókflösku í búð og því verður ekki mælt bót.

En hvað er sagt við þá sem hafa  „gamblað“ með eigur þjóðarinnar á undanförnum árum eins og raun ber vitni? Eiga þeir ekki að skila fjármununum til hennar aftur?  Að öllum líkindum verður þjóðin, almenningur í landinu að borga reikning Eimskipa öðru sinni.

Sjá umræður á Alþingi 2. febrúar 2004: Ræðu mína, svar ráðherra og ræðu Steingríms J. Sigfússonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband