Ríkisstjórnin hundsar álit Mannréttindanefndar S.Þ. !

 

Svar eða svarleysi  ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðan veldur miklum vonbrigðum. En nefndin komst að þeirri niðurstöðu að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið bryti í bága við Alþjóðasamning um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna.  Svarleysi ríkisstjórnarinnar  í löngu máli snýst í raun  um þessa megin setningu:

„Íslenska ríkið lýsir yfir vilja sínum til að huga að lengri tíma áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eða aðlögun í átt að áliti mannréttindanefndarinnar“.

 Sem sagt Mannréttindanefndin algjörlega hundsuð.

Loðnara gat svarið ekki verið og hvernig er hægt að réttlæta „aðlögun  í átt að mannréttindum“, einhvern tíma í framtíðinni.?

Samfylkingin  er hér  að svíkja enn eitt kosningaloforð sitt hvað varðar gjörbreytta fiskveiðistjórnun  og yfirlýsingar frá í vetur um að fara bæri að áliti Mannréttindanefndarinnar refjalaust.

Vinstrihreyfingin grænt framboð lagði fram fyrr í vor tillögur sínar ásamt greinargerð um hvernig fara skuli að  áliti mannréttindanefndarinnar.

http://vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/3389

Einnig er rétt að benda á að síðastliðið haust lögðum við Björn Valur Gíslason og Atli Gíslason fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

http://www.althingi.is/altext/135/s/0157.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband