Mánudagur, 9. júní 2008
Ríkisstjórnin hundsar álit Mannréttindanefndar S.Ţ. !
Svar eđa svarleysi ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks viđ áliti Mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđan veldur miklum vonbrigđum. En nefndin komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ íslenska fiskveiđistjórnunarkerfiđ bryti í bága viđ Alţjóđasamning um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Svarleysi ríkisstjórnarinnar í löngu máli snýst í raun um ţessa megin setningu:
Íslenska ríkiđ lýsir yfir vilja sínum til ađ huga ađ lengri tíma áćtlun um endurskođun á íslenska fiskveiđistjórnunarkerfinu eđa ađlögun í átt ađ áliti mannréttindanefndarinnar.
Sem sagt Mannréttindanefndin algjörlega hundsuđ.
Lođnara gat svariđ ekki veriđ og hvernig er hćgt ađ réttlćta ađlögun í átt ađ mannréttindum, einhvern tíma í framtíđinni.?
Samfylkingin er hér ađ svíkja enn eitt kosningaloforđ sitt hvađ varđar gjörbreytta fiskveiđistjórnun og yfirlýsingar frá í vetur um ađ fara bćri ađ áliti Mannréttindanefndarinnar refjalaust.
Vinstrihreyfingin grćnt frambođ lagđi fram fyrr í vor tillögur sínar ásamt greinargerđ um hvernig fara skuli ađ áliti mannréttindanefndarinnar.
http://vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/3389
Einnig er rétt ađ benda á ađ síđastliđiđ haust lögđum viđ Björn Valur Gíslason og Atli Gíslason fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiđa.
http://www.althingi.is/altext/135/s/0157.html
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.