Föstudagur, 6. júní 2008
Tvískinnungur Samfylkingarinnar !
Það var athyglisvert að sjá Björgvin G. Sigurðsson ráðherra Samfylkingarinnar taka fyrstu skóflustungu að nýju álveri í Helguvík í dag.
Samtímis boðar Græna netið, félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina til skoðunarferðar um háhitasvæðin á Hellisheiði, Hverahlíð og Ölkelduhálsi. Þessi svæði eiga ásamt nýjum virkjunum í Þjórsá að sjá álverinu fyrir orku.
Meðan íbúar við Þjórsá leggja nótt við dag til að verjast yfirgangi stjórnvalda og lögleysu Landsvirkjunar, stendur ráðherrann gleiðfættur og gleiðbrosandi á álverskóflunni við Helguvík.
Kannski minnast einhverjir kjósendur, sem glöptust til að kjósa Samfylkinguna, hástemmdra yfirlýsinga Björgvins og fleiri núverandi ráðherra þess flokks um stöðvun virkjanaáforma í Þjórsá og verndun háhitasvæðanna á Reykjanesi.
Gömlu farísearnir hefðu ekki slegið ráðherrum Samfylkingarinnar við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.6.2008 kl. 08:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.