Miðvikudagur, 4. júní 2008
" Allt hafði annan Róm "
Á ráðstefnu Matvælastofnunar S.Þ. í Róm lagði formaður Samfylkingarinnar áherslu á sjálfbærni í matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóða.
Heima á Íslandi leggur hún hinsvegar til hömlulausan innflutning á "hrákjöti" sem vitað er að lama mun innlendan landbúnað og skerða matvælaöryggi íslensku þjóðarinnar. Við þá aðför ríkisstjórnarinnar að íslenskum landbúnaði munu hundruð ef ekki þúsundir fólks, einkum konur, missa atvinnuna í innlendri matvælavinnslu.
Slík tvöfelldni hefur oft einkennt kratismann. Hér á Alþingi virðist forysta Samfylkingarinnar taka höndum saman með einokunarrisunum á matvörumarkaðnum um að klekkja á íslenskum landbúnaði og innlendri matvælaframleiðslu. Allt annað er hinsvegar sagt í Róm.
Kannski er það bara best fyrir íslensku þjóðina að formaður Samfylkingarinnar verði áfram og sem lengst erlendis og tali til okkar þaðan?.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.