Konungur Norðurskautsins felldur

Það er hægt að verja 1,5 milljarði í hermálastofnun og halda hér uppi frönskum orustuþotum og erlendum her gegn hernaðarvá sem ekki hefur verið skilgreind. Allt á kostnað íslenskra skattgreiðenda.

 Hinsvegar virðist engin áætlun til  hvernig verjast á ísbjörnum!  Og algjör ofrausn er að eiga  deyfilyf i landinu til að svæfa einn Ísbjörn !

Okkur ber jú í lengstu lög  skylda til að  þyrma lífi slíks höfðingja, en hann er  á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu og alfriðaður að íslenskum lögum.  

Svo sannarlega getur ísbjörn sem gengur laus í byggð verið  hættulegur, jafnvel hættulegri en rússarnir sem hermálastofnun og frönsku herþoturnar eru að verja okkur fyrir.

 Vissulega hefði verið mun æskilegra að ná ísbirninum lifandi, vernda líf hans og flytja  þennan konung Norðurskautsins á ný til heimkynna sinna  og hljóta með því jákvæða heimsathygli. En því miður fundu menn í skyndingu  ekki önnur úrræði en fella ísbjörninn eins og gert var, og nutu þar m.a. leiðsagnar umhverfisráðherrans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband