Mánudagur, 2. júní 2008
Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins!
Ekki þarf að undra þótt fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynji nú þegar þjóðin stendur frammi fyrir stærstu hagstjórnarmistökum Lýðveldistímans. 500 milljarða lántökuheimild ríkissjóðs segir allt sem segja þarf í þeim efnum. Ytri skilyrði þjóðarbúsins síðustu ár hafa verið með því besta um áratugi samt hefur viðskiptahallinn aldrei verið meiri. 500 milljarðarnir ættu að fara í velferðarkerfið og til kjarajöfnunar. En að líkum fara þeir í ábyrgðir fyrir viðskiptahallanum, í fóður fyrir fjármálageirann og fjárfestingasjóðina. Sjálfsstæðisflokkurinn vill jú rétta hag máttarstólpanna sinna sem hafa makað krókinn á vinajötu ríkisstjórnarflokkanna, en þykir nú að sér þrengt. Það rignir á einkaþoturnar!
Hinsvegar verður það almenningur í landinu sem fær reikninginn að venju . Stóriðjustefnan, lækkun skatta á hátekjufólki og einkavæðing undanfarinna ára ætlar að verða þjóðinni dýr.
Stærstu hagstjórnarmistök ÍslandssögunnarSkoðanakannanir sýna að efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins fær algjöra falleinkunn. Í Seðlabankanum situr Davíð Oddsson bankastjóri sem ásamt Geir Haarde, forsætisráðherra bera saman ábyrgð á hagstjórnarmistökunum á undaförnum árum. Er að furða þótt þjóðin vantreysti Sjálfsstæðisflokknum í efnahagsmálum?
Sjálfsstæðisflokkurinn vill einkavæða heilbrigðiskerfiðHin ástæðan fyrir fylgishruni Sjálfstæðisflokksins eru áformin um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Enda lýsti Geir Haarde því yfir á Valhallarfundi að með Samfylkingunni væri hægt að ganga mun lengra og hraðar í einkvæðingunni, en áður var hægt með Framsókn.
Almenningur vill hinsvegar hafa öfluga, opinbera heilbrigðisþjónustu og óttast stefnu Sjálfsstæðisflokksins.
Þetta kemur enn sterkar í ljós þegar efnahagástandið er ótryggt og þrengir að kjörum almennings.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.